Wednesday, September 02, 2009

Öfgaleysi

Ég hef aldrei misst mig í neinum öfgum, aldrei "bara þurft" að gera hitt eða þetta eða verið "forfallin" eitthvað. Og fundist það bara fínt, mér hefur hingað til ekki þótt það sérstaklega spennandi að vera bundinn af því að þurfa bara að gera eitthvað eða verða ómögulegur/skapvondur/pirraður ella.

Nú er ég búin að vera pínulítið dugleg í ræktinni ( og hlaupa) undanfarið, og er ekki frá því að ég sé að fá smá snert af því að langa til að langa...hef nefnilega ekkert komist í ræktina í allan dag (og kem ekki til með að komast vegna anna) og er svona næstum ómöguleg útaf því. Tja eða það að ég er að verða eitthvað lasin, það er a.m.k nettur pirringur í mér, eða svona óþægindi, kanski bara hiti ;)

En þetta kemur sennilega í ljós, reyndar finn ég það að manni líður bara mun betur bæði líkamlega og ekki síst andlega, þegar maður fer að hreyfir sig og tekur hraustlega á því ;) Tala nú ekki um þegar maður fer að sjá enn meiri árangur..þolið eykst...six-pakkið sprettur fram...upphandleggsvöðvarnir bólgna upp og skeggrótin dökknar...hehe...ok, kanski aðeins orðum aukið, ég er nú bara að meina það að hafa meira þol og halda bingó-vöðvunum í algeru lágmarki...maður biður vart um meira á þessum síðustu og bestu ;)

Skólinn byrjaði í gær, var alveg búin eftir að hafa þurft að mæta í tvo tíma eftir hádegið ;) hehe...er svo reyndar búin að vera í skólanum í ALLAN dag, eða byrjaði kl. 8 og kláraði núna kl.17 og svo er æfing í Freyvangi kl. 19 svo það er best að fara að gefa á garðann og hætta að bulla hérna eins og bjáni.

Svo er bara að muna það, að hversu slæmt sem maður heldur stundum að maður hafi það....þá gæti það alltaf verið verra! Svo brosum og verum glöð :)

Till next...adios

No comments: