Þetta er reyndar frekar villandi titill á bloggi, þar sem ég er voða voða lítið búin að jóla og er einhvernvegin fremur afslöppuð með þetta allt saman ;)
Er svo sem búin að kaupa einhverjar gafir, svo þetta verður allt í góðu :)
Svo koma Nonni bró og Kathleen um jólin frá Liverpool og það verður nú gaman :)
Enda eiga jólin að snúast um að hafa það gott, vera með ættingjum og vinum og borða góðan mat ;)en ekki missa sig í þrifnaðaræði og bakstursbrjálæði...nóg er nú af áreiti og stressi í kringum mann þótt maður taki ekki þátt í því ;)
Annars fékk ég inn síðustu einkunnina mína í dag...svo niðurstaðan var eftirfarandi:
Hagnýt íslenska: 8,5
Íslensir fjölmiðlar I: 8,5
Sjónlist-tónlist: 8,5
Málstofa í nútímafræði: 8
Nútímahugtakið: 8
og ég er bara reglulega sátt við þessar einkunnir :)
Svo nú er bara að tækla ræktina fyrir jólin, borða um jólin og njóta þess að vera til og knúsa strákana mína :)
Gleðileg jól allir saman og megi nýja árið færa ykkur endalausa hamingju og gleði :)
Till next...adios
Monday, December 21, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Heili! Til hamingju, þetta er glæsileg vinna.
Ég horfi enn dáleidd af hamingju á einu einkunnina mína.
En líklega verður þess ekki langt að bíða að einhver önnur komi og skemmi þessa fínu meðaleinkunn. Svo það er best að njóta þess á meðan það endist.
Flottar einkunnir vinkona! Til hamingju :D
Til hamingju með þetta Eló mín geggjaðar einkunnir;) Eigðu svo gleðileg og letileg jól Það er allaveg mitt mottó;)
Post a Comment