Wednesday, January 05, 2005

Rok og rólegheit

Þá er nú allt að færast í samt horf, eftir tilbreytingu jóla og áramóta.
Þetta er nú búið að vera alveg ljómandi, ef frá er talið að leggjast í eymd og volæði með eihverslags pestarmynd um áramótin.
Eginlega ómynd, því maður er eginlega hvorki hress né lasinn!

Er samt heima, finnst mun betra að vera heima með hitalurðu og höfuðverk, en að þræla mér út í vinnunni fyrir vanþakklæti og leiðindi.

Nú er ég farin að hljóma eins og ég sé búin að fá hundleið á vinnunni, sem er bæði rétt og ekki rétt.
Aðallega búin að fá nóg af yfirmannsómyndinni, sem virðist hafa þá einu ánægju í lífinu að gera öðrum lífið leitt!
Get svona rétt ímyndað mér áramótaheiti hennar: " reyna að lækka laun sem flestra, og kannast aldei við neitt sem ég segi eða geri".

Svo skrifa ég ekki meira um vinnuna, ætla að forðast kærur fyrir meinyrði á þessu nýja ári :)

En ef einhver veit um góða vinnu (vel borgaða og góðan vinnutíma) er ég sko alveg tilbúin að skoða málið.

Ef vinnan krefst búferlaflutninga, þá vantar mig aðstoð við það.

Ég steingleymdi nú alveg að stíga á stokk (væntanlega eldspítustokk) og strengja áramótaheit, en það er spurning að breyta til og strengja þrettándaheit.

Þar sem þrettándinn er nú á morgun er hægur vandi að skella sér í það.
Hummm, kanski að:
framkvæma í stað þess að tala (eða skrifa).
skipta um vinnu á árinu (13 ár er eflaust orðið nóg á sama stað).
Verða betri persóna en ég er (það er alltaf hægt að bæta allt, líka það sem er gott fyrir;)

Þá er best að leggjast undir feld og hugsa málið.

Ps. mér fannst áramótaræðan hanns Halldórs forsætisráðherra alger snilld!
Hjartanlega sammála þessum fína kalli.
Og ef einhverjar kellingar eru að reyna að snúa þessu upp í eitthvað allt annað en það er, þá ættu þær nú bara að leita sér hjálpar.
Að hann væri eitthvað að ala á samviskubiti einstæðra mæðra er þvílík fyrra.
Ég held frekar að karladruslurnar sem ekki nenna eða vilja sinna börnum sínum ættu að taka þetta til sín. Þessi ábyrgðarlausu fífl.
Svo eru þessar kellingadruslur, sem eiga barnsfeður sem vilja og nenna að sinna börnum sínum, ekkert nema leiðindin við þá!
Fussumsvei og fussumsvei!

Nú hætti ég áður en ég tapa mér alveg...

till next...adios

1 comment:

Nonni said...

Ekki tapa thér systir gód. Ég steig nú heldur ekki á eldspítustokk um áramótin...nema ef ské væri hjá Thórdi og Öllu 2. í nýári ;)...hver veit. En af áramótaheitunum var nóg thrátt fyrir thad.