Saturday, January 15, 2005

Blogg...bölvun eða bæting?

Las það í blaðsnepli nú um daginn, sennilega Fréttablaðinu,
að fólk hefði misst vinnuna útaf blogg skrifum sínum!
Varð nú hálf hvumsa við, þar sem ég hef lítillega reifað vinnu mína á téðum vettvangi.
En afhverju í óskupunum má maður ekki segja sína skoðun á blogginu?
Þetta er nú meira eins og opinber dagbók, heldur en háalvarlegur fréttamiðill.

Er nú svo komið með mig og mína vinnu, að ég er alveg að gefast upp!
Og ekki batnaði það er ég fékk síðasta launaseðil og komst að því að námið mitt, sem staðið hefur yfir í 3 og 1/2 ár, var metið til 8.000 kr.launahækkunar!!!
Ekki finnst mér það nú til að hrópa húrra fyrir.

Ég fengi t.d hærri laun sem ófaglærð matráðskona á leikskóla!
Eftir að þær fengu launahækkun nú um áramót, sem að vísu voru 2 ár aftur í tímann!
En þar sem ég vinn hjá Ríkinu, þá á ég bara að vinna af hugsjón, og ekki hugsa um peninga eða vinnuaðstöðu.

Svo nú ætla ég að leita mér að alvöru að nýrri vinnu, a.m.k ef engar breytingar verða á mínum vinnustað.
Það væri þá bara allt í lagi ef ég yrði rekin vegna skrifa um vinnuna á bloggið, myndi spara mér uppsagnarbréfaskrif :)

Annars örlítið að öðru; ef einhver er með góða uppskrift, að því hvernig á að losna við kvef og hósta, er það vel þegið.

Till next...adios

No comments: