Monday, January 17, 2005

Starfsdagar

Búin að komast að því að starfsdagar í skólum og leikskólum, eru ekkert svo slæmir.
A.m.k ekki ef maður hefur verið svo forsjáll að skilja eftir sumarfrísdaga.
Ég var í öllu falli ánægð með að vera heima í dag, með litlu kútunum mínum báðum.
Þetta er að vísu í fyrsta skifti sem starfsdagur er sama dag í leik-og grunnskólum hér á brekkunni! En alveg afskaplega hentugt.
Dagurinn fór samt mest í að gera allt sem þarf að gera fyrir kl.16:00
eins og að fara í banka og svoleiðis.
Fór líka og lét taka passamynd af mér og sótti um vegabréf!
Svo nú er ekki aftur snúið...nú skal stefnt að því ljóst og leint að komast til útlanda, nánar tiltekið höfuðstað danaveldis.
Kristján fór í fyrsta skipti í TTT í Akureyrarkirkju. Þetta heitir: "tíu til tólf", og er farið í leiki, sungið og ýmislegt með trúarlegu ívafi.
Hann fann algerlega upp á þessu hjá sjálfum sér. Kom eitthvað fólk að kynna þetta í skólanum á föstudaginn, og hann hefur greinilega heillast svona af því.
En ég er nú ánægð með að pilturinn finni sér einhver önnur áhugamál en að tapa sér í tölvuleikjum.
Annars tíðindalítill dagur.
Það er bara allt voða tíðindalítð í kring um mann núna.
Ætla að draga hana Elísabetu, nöfnu og vinkonu út á lífið næstu helgi!
Nú skal mála bæinn grænan :)

Till next...adios

2 comments:

Nonni said...

Til hamingju með passann og útlandaáformin, annsi gott mál það.:) :) :) ég er hins vegar að vinna alla páskahelgina ef þú ert að spá í að koma þá. það ætti þó að vera hægt að skifta eitthvað um vagir eða hliðra þessu einhvernvegin. Hlakka til að kynna þig fyrir köben. Þó Fyrr Hefði Verið!!! :)

Sigga Lára said...

Og komdu við í bænum á annarri hvorri leiðinni. Þó ekki væri nema í örstutt kaffi á Bandalaginu.