Sunday, January 09, 2005

Snjór, snjór og meiri snjór

Þetta fer nú alveg að verða ágætt.
Eins og það hafi ekki verið nóg af þessu hvíta kalda fyrir. Nei...þá þurfti nú endilega að snjóa 15cm í viðbót í gær!

Ég ákvað að láta reyna á hvernig heilsan væri orðin, og mokaði snjófjallið ofan af bílnum mínum. Tók tíma sinn, en ég lifði það af, svo ég ætla þá að drífa mig í vinnu á morgun.

Þórður bró á víst afmæli í dag. 39 ára kallinn, ef ég reikna rétt.

Snæfell er byrjað að myndast hér fyrir neðan hjá mér. Risa stór snjóhaugur sem vex og dafnar mjög vel í þessu veðurfari.
Hélt reyndar í fyrra að Snæfell færi bara ekki neitt um sumarið og myndi bara breytast í jökul.
Þá ætlaði ég að skíra það Snæfellsjökul.

Það er ótrúlega mikill snjór sem kemur úr Þórunnarstrætinu og hefur vetursetu hér á auða græna blettinum, fyrir neðan húsið.

Það stendur að vísu til að byggja þar leikskóla, sem mun koma til að ná alveg upp að dyrum hjá mér. Sennilega samt ekki fyrr en Mikael er byrjaður í skóla, hitt væri of auðvelt fyrir mig!

Hvað blessaðir bæjarstarfsmannamokararnir gera þá við snjóinn, veit ég hinns vegar ekki!

Og blessuð börnin sem enn nenna að sparka í bolta, þurfa sennilega að leita sér að öðrum auðum blett fyrir tuðrusparkið.
Bæjaryfirvöld bera sennilega þá von í brjósti, að þessi hreyfingarþörf, sem enn er í örfáum börnum, leggist senn alveg af og flytjist alfarið í fingur barnanna. Auðvitað er búið að gefa allar tegundir íþrótta út á leikjatölvuformi og því tilvalið að börnin séu ekki að þvælast úti á auðum blettum, heldur einbeiti sér að fingrafimi í fótbolta.
Enda alkunna að fótbolti er fremur hættuleg íþrótt, fólk fótbrotnar, snýr sig um ökla, slítur liðbönd eða þaðan af verra.
Tölvuleikir aftur á móti eru tilltölulega hættulausir, ef leiðbeiningum er fylgt um 15 min hlé á klukkutíma. Tognaður þumall er tiltölulega fátítt.

Nú langar mig til að byðja æðri máttarvöld um örlítið minni snjó, eða amk að það snjói ekki meira í vetur :)
Annars fer þorrinn að byrja...sososo

Með von um betri og bjartari tíð

Till next...adios

2 comments:

Sigga Lára said...

Bróðir þinn dissar Singstarhæfileika vora á sínu bloggi. Held við verðum að skora bræður þína á hólm um næstu jól...

Elísabet Katrín said...

Jammm...ekki gott! Þeir munu teknir í bakaríið við fyrsta tækifæri. No more mister nice girl!