Monday, January 03, 2005

Gleðilegt ár ***

Þar kom að því.
Bara nýtt ár að byrja.

Að því tilefni vil ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og vona að nýja árið verðir öllum til heilla og hamingju :)

Annars sit ég hér með höfuðverk og kvef og bíð eftir að eitthvað verði ákveðið með flug.
Hann Kristján minn átti nefnilega að koma norður í kvöld, en þar sem ekkert hefur verið flogið síðan í morgun, er það að verða óvíst. Á að athuga eftir 15 min.
Nonni bró er líka að bíða eftir flugi, en hann er að fara suður og síðan til Danaveldis á morgun.

Ekki veit ég hvað þetta veðurlag á að þíða.

Sennilega að rætast "kinda" draumurinn minn síðan í haust.

Þá dreymdi mig að ég kom inn í fjárhús og leit þar yfir stóran kindahóp. Allar voru þær hvítar, nema örfáar voru með smá dökkar rákir í framan.
Ég hugsaði með mér að þetta væru minsta kosti 100 kindur. Og var eginlega hissa, því ég hélt að eigandi kindanna ætti bara 10 kindur!
En svona fyrir utan draumalandið á þessi maður ekki eina einustu kind!
Maðurinn í draumnum er pabbi vinkonu minnar og heitir Ægir.
Svo ég spáði því að það yrði ægilega mikill snjór í a.m.k. 100 daga!

Mig langar svo sem ekkert að hafa rétt fyrir mér.
En að fenginni fyrri reynslu hef ég oftar rétt fyrir mér, (ef ég ræð draumana mína rétt)
heldur en veðurklúbburinn á Dalvík ;)

Jæja, ætla að láta þessar hrakspár duga í bili, og fara og tékka á flugi í textavarpinu.

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

elisabkf.blogspot.com is very informative. The article is very professionally written. I enjoy reading elisabkf.blogspot.com every day.
bad credit personal loans
cash advance