Friðrik Jónsson
Fæddur 16.desember 1924
Dáinn 04.ferbrúar 2007
Það er margs að minnast.
Hugsanir manns fara um víðan völl, staldra við þar og hér og þjóta svo áfram um farinn veg.
Fyrst og síðast mun ég minnast þín pabbi minn fyrir það hvað þú varst heilsteiptur karakter. Maður bara takmarkalausa virðingu fyrir þér.
Fyrstu minningarnar um þig er þegar þú tókst mig með í gönguferðir um landareignina. Líta eftir kindunum, eða hestunum eða bara labba um.
Mér fannst þetta alveg einstakt að labba um með þér og halda í stóru grófu hönd þína.
Að fara í reiðtúra var líka alveg einstaklega skemmtilegt.
Að "hjálpa" þér að leggja á Blesa gamla þegar þú varst að leggja af stað í göngur.
Biðja um að fá að smakka sykurvatnið í flotta vasapelanum sem þú tókst alltaf með þér í göngur.
Og taka á móti þér glöðum og rámum þegar þú komst úr göngunum.
Æskuminningarnar eru alltaf sveipaðar dýrðarljóma...að minnsta kosti mínar minningar.
Mér finnst líka eins og þú hafir alltaf verið að vinna. Ósérhlífinn og ætlaðist til mikils af sjálfum þér og okkur krökkunum líka. Þótt stundum hafi maður orðið þreyttur og pirraður, þá býr maður að þessu alla æfi.
Ekkert væl...bara gera það sem gera þarf.
Við vorum ekkert endilega alltaf sammála um allt, sérstaklega þegar ég var á seinnihluta unglingsárana...en í dag sé ég að oftast nær hafðir þú algerlega hárrétt fyrir þér.
En kanski vorum við líka bara dálítið lík í skapinu..örlítið þrjósk og pínu þver og ekki alveg alltaf tilbúin til að bakka með það sem sagt og gert var.
En alltaf stóðstu sem klettur við hlið manns þegar eitthvað bjátraði á.
"Honum féll aldrei verk úr hendi" - þetta er setning sem er eins og hafi verið samin um pabba.
Man ég sérstaklega eftir einu fyrir um 8 árum síðan, þá orðinn 74 ára gamall. Ennþá einn í búskapnum. Að um sauðburð þá hringir mamma í mig og spyr mig hvort ég geti komið í sveitina og farið aðeins í fjárhúsin fyrir pabba, því þá hafði svo mikið borið um nóttina að hann hafði ekkert sofið.
Það var nú ekkert mál, og ég var komin í sveitinu um 9 leitið um morguninn.
pabbi segir mér hvað þurfi að gera, hvaða lömbum á eftir að gefa lambatöflu og svo dríf ég mig út. Ég hugsa að ég hafi verið um 2 tíma í fjárhúsunum, og þegar ég kem inn þá býst ég auðvitað við því að pabbi sé sofandi...en nei, þá var hann sko búinn að hvíla sig nóg, drakk kaffi í eldhúsinu og sagði að fyrst ég væri nú á staðnum væri nú gott að nota tækifærið og gera girðingu svo hægt væri að byrja að hleypa lambánum út.
Svo það sem eftir var dagsins var verið að gera girðingu og gera það sem hann þurfti hjálp við.
Og alltaf fannst mér gott að geta hjálpað pabba.
Betri pabba hefði ekki verið hægt að hugsa sér.
Auðvitað var margt sem við áttum eftir að ræða, öll þín viska fór með þér.
Alltaf finnst manni maður hafa allan heimsins tíma
og alltaf kemur það manni á óvart þegar maður uppgötvar að maður hefur það ekki.
Elsku pabbi minn, takk fyrir allt og sérstaklega það að hafa verið pabbi minn.
Nú hvílist þú að loknu góðu dagsverki.
1 comment:
Mikið ofsalega er þetta fallegt snúllan mín. Fékk kökk í hálsinn og tár í augun. Já pabbi þinn var mikill karakter. Samhryggist enn og aftur.
kv
Díana
Post a Comment