Sunday, July 22, 2007

Breytingaskeið

Já, það er ekki seinna vænna.
Held að ég sé komin á breytingaskeiðið. Er svo mikið að hugsa um alskyns breytingar
og stend frammi fyrir hellings breytingum.
Í fyrsta lagi, er ég hætt að vinna á vinnustað sem ég hef unnið á sl.16 ár!
Úff pínu skerí....
Og í öðru lagi, er ég að fara í skóla þar sem ég verð í skólanum, þá meina ég í sjálfri skólabyggingunni með kennurum og öðru fólki.
Hef bara verið í fjarnámi á þessu áður umtalaða 16 ára tímabili.
Og vegna allra þessa breytinga er ég svona að hugsa um að breyta kanski bara sjálfri mér í leiðinni. Kanski kominn tími á það eftir 37 ár. ;)
Er að hugsa um að verða þessi rólega týpa, hætta að segja klámbrandara og syngja klámvísur þegar ég fer á fylleri. Sitja frekar bara pen og dreypa á hvítvínsglasi og hlusta á hina.
Það væri alveg nýtt fyrir mér, þar sem oftast vil ég að allir hlusti á mig ;)
Á það til að vera svolítið athygslissjúk þegar áfengismagnið í blóðinu nær vissu stigi....
Svo þetta gæti orðið athyglisvert. Enda þótt ég viti það vel að þetta verður mikið átak fyrir mig, þá er allt í lagi að reyna ;)

Till next...adios

3 comments:

Eva Rut said...
This comment has been removed by the author.
Eva Rut said...

HAHAHAHA Ég sé þig í anda! En ég veit alveg að þú getur þetta;) Sjáumst í næsta partýi með hvítvísglas og gáfulegar umræður.

Elísabet Katrín said...

jamm....úfff, gæti þurft að æfa þetta nokkrum sinnum ;)