Sunday, July 29, 2007

Þegar maður heldur...

að allt sé í lagi, þá er það pottþétt ekki!
Eða svoleiðis virðist það a.m.k vera hjá mér.
Alveg merkilegur ands...að þegar manni finnst bara allt ganga vel og er ekkert að hafa miklar áhyggjur af hlutunum, þá fer eitthvað úrskeiðis.
Annars byrjaði gærdagurinn alveg ágætlega. Vann fyrir eina sem þurfti að bregða sér í brúðkaup. Mikael var hjá pabba sínum á Dalvík, og Kristján heima að slæpast að venju.
Ég fékk meira að segja pakka frá vinnufélögunum, af því að ég er að hætta :) og get núna farið á snyrtistofu og látið gera mig sæta ;)
Fannst það alveg æðislegt og er alveg rosalega ánægð með það, gott að eiga svona góða vinnufélaga :)
Svo seinnipartinn hjóluðum við Kristján aðeins um bæðinn og enduðum á Búllunni og fengum okkur rosa góða hamborgara.
Svo um kvöldið rölti ég til vinkonu minnar með smá bjór í poka og við sátum og kjöftuðum um háskólann, karlmenn og margt margt fleira. Rosa fínt, og eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á, þá hafði þetta bara verið hinn ágætasti dagur.
En uppúr miðnætti þá snarbreyttist það.
Fékk hringingu frá pabba hans Mikaels. Hann á það stundum til að hringja í mig þegar hann er með guttann (sem gerist nú reyndar ekki oft) og bulla eitthvað í mér, þykjast hafa verið tekinn fastur fyrir dópsölu og vera með guttann á löggustöðinni, eða að hafa verið meða hann að veiða og hann hafi dottið í sjóinn...eða eitthvað álíka rugl. Og vá hvað mér finnst þetta mikið pirrandi og asnalegt. Og þarna hringdi hann eftir miðnættið og sagði að hann væri í smá vandræðum, það væri þarna kona frá barnaverndarnefnd sem vildi tala við mig og....ég varð frekar pirruð sagði honum að hætta þessu bulli, þetta væri ekkert fyndið og ég væri orðin mjög þreytt á þessum húmor hans!
En hann sagðist ekki vera að bulla og svo kom bara kona í símann og sagðist vera frá barnaverndarnefnd Dalvíkur.
Púfff, mér náttúrulega krossbrá. En þá voru málin þannig að Hafþór hafði farið út á pöbb að kaupa áfengi fyrir sig og einhvern nágranna, og nágranninn var að passa á meðan!
Svo fór nágranninn eitthvað að verða hræddur um að Hafþór kæmi ekkert aftur (greinilega búinn að vera í burtu í góða stund) og hringdi í lögregluna, sem hringdi svo aftur í barnaverndarnefnd sem gekk svo í málið.
Þetta var nú óskup viðkunnaleg kona, sagði að Hafþór væri ekkert rosalega fullur, en það væri greinileg vínlykt af honum og ég þyrfti bara að ákveða hvort hún kæim með strákinn til mín, eða hvort hún ætti bara að skilja þá fegða eftir.
Ég þurfti nú ekki að hugsa mig lengi um, bað hana vinsamlegast að keyra hann til mín, þar sem ég var búin að fá mér bjór (sem betur fer ekki nema 2) þá gæti ég ekki skutlast eftir honum. Þetta var bara minnsta málið, og guttinn var vakinn og ég sagði honum að "góða konan" ætlaði að keyra hann til mín. Svo talaði Hafþór aðeins við mig aftur og sagði að ég gæti "ekki gert sér þetta"! En í minni orðabók þá sá hann nú alveg um að gera sér þetta sjálfur, svo að mér var ekki hnikað nema síður væri!Arg! Þegar þarna var komið við sögu var ég orðin mjög mjög mjög reið.
Svo skokkaði ég heim og beið eftir Mikael. Konan frá "nefndinni" var fín, sagði að það yrðu svo sem engin eftirmáli að þessu, hún þyrfti bara að láta "nefndina" á Akureyri vita að hún hefði keyrt strákinn hingað til mín. Sagði að hann Hafþór hefði ekkert verið "mikið" fullur, en samt svolítið valtur á fótunum þegar hann var að hjálpa Mikael í fötin, og svo hafði hann verið með fullan haldapoka af víni með sér.
Mikael stökk beint í fangið á mér, ég spjallaði svo aðeins við hann og kom honum í rúmið, þar sem hann fór að hágráta og leið mjög illa. Eðlilega skildi hann ekki neitt í neinu. Vonandi hefur Hr.H þótt þetta fyllerí vera þess virði!
Ætla svo ekki að skrifa meira um þetta, gæti þá átt það til að skrifa einhver mjög ljót orð.
Kanski finnst líka einhverjum það vera óviðeigandi af mér að blogga um þetta, en þar sem að ég ætla ekki að taka þátt í neinum feluleik þá, finnst mér líka bara fínt að fá smá útrás og skrifa þetta hér.
Og ef einhver hneikslast; þá bara ekki lesa þetta ;)

Till next...adios

5 comments:

Þráinn said...

Jahérna...ég myndi ekki senda hann aftur til hans...alla vegna ekki nema þá að drgi til og undir eftirliti. Svona lagað er ekki gott fyrir börnin og alls ekki gott fyrir þig!!!

Hanna Stef said...

Blessuð. Það er gott hjá þér að skrifa um þetta. Við Gústa lásum þetta í gærkvöldi og bölvuðum helv. karlinum! Nú er ég komin í vinnuna og veit ekkert hvað snýr upp og niður svei mér þá!! Allar í vinnunni biðja voða vel að heilsa þér. Við getum fylgt liði og hent auminganum í sjóinn - hringdu bara.

Hanna Stef said...

var búin að setja komment en það sést ekki - eða hvað??

Sigga Lára said...

Jah, nú rauk pínu úr hausnum á mér.
Ég vona að maðurinn hafi lært einhverja lexíu, en myndi samt, eins og Þráinn segir, ekki treysta því. Sum ástönd eru þannig í eðli sínu að menn horfast seint eða aldrei í augu við að þeir bera ábyrgð á þeim sjálfir.

Mér fannst Mikael annars hafa stækkað og fullorðnast alveg svakalega mikið um daginn, og strákarnir báðir. Eru hinir skemmtilegustu sætustu strákar, eins eins og móðurættin segir til um. ;-)

Sjáumst í brúðkaupinu í Mývatnssveit í ágúst.

Anonymous said...

Elísabet. Ég er stolt af þér!!! vona bara að þarna setjirðu punktinn á hann.