Saturday, July 14, 2007

Laugardagskvöld

Nálgast miðnætti, og ég var að enda við að hengja upp þvott...
Partý-girl what! hmmmm
Enda er þetta bara hið besta mál. Í þessi síðustu skipti sem ég hef farið "út á lífið" sem mætti frekar kalla "út í heim hinna fullu og ráðviltu", þá hef ég fundið það, að maður er ekkert að missa af sérstaklega miklu.
Það er fínt að fá sér í glas í góðra vina hóp, og röfla dálítið og slúðra smávegis...en þegar maður kemur út í hringiðuna, þá er sko bara betra að passa sig.
Hefur stundum komið sér vel að fara "út á lífið" í hlaupaskónum ;)
Fínasta líkamsrækt: glasalyftingar og karlafráhlaup ;) hehe
Gæti kanski gerst einkaþjálfari...

Þetta var annars útúrdúr, get svo sem alveg viðurkennt það að yfirleitt verð ég alveg drullufúl ef það reynir enginn við mig þegar ég fer "út á lífið". En svo aftur á móti læt ég oftast eins og andsk.við þessi grey sem reyna við mig þegar ég fer "út á lífið".
Svo sennilega er ég bara uppfull af hroka og yfirlæti. Farast úr egói og finnst að heimurinn ætti aðallega að snúast um mig. Skil svo ekki neitt í neinu þegar beini og breiði vegurinn reynist bæði grýttur, hlykkjóttur og jafnvel ófær á köflum.
Vegagerðin hefur svo sem aldrei staðið sig neitt sérstaklega vel, og hvað þá að hún nenni að hugsa um minn prívat veg ;)
En áfram ég arka á götóttum gönguskóm
og geng yfir hóla og hæðir
á veginum verða urðir og erkiflón
sem vonlitla sál mína hræðir.

Annars ætla ég að taka það fram, svona til að fyrirbyggja allan misskilning, að ég er alls ekki í neinu þunglyndiskasti eða neitt svoleiðis. Er alveg í ágætis skapi. En einhverra hluta vegna virðast skrif mín alltaf beinast á svona frekar neikvæðar brautir. Kanski er ég bara að skrifa mig frá þessum litlu leiðindum sem hafa þjakað mig ;)

Fór að spá í það í gær hvort það væri nokkuð of snemmt að fara að kaupa sér skólabækur?
Og þá kanski að byrja að lesa aðeins... aðallega allar þessar á ensku ;)
Þarf nauðsinlega að huga að fartölvukaupum...einhendi mér í það þegar sumarfríið byrjar.
Vinna í viku enn og svo FRÍ :) jibbí
Læt ykkur ein með hugsanir ykkar í bili...

Till next...adios

1 comment:

Þráinn said...

Ha ha ha...frábær hugmynd af íþróttagrein...Og þá er komið að keppni í karlafráhlaupi...nú er keppt í 50kg flokki (karlinn er þá væntanlega 50 kg) og kemur fyrsti keppandinn að norðan...það er hún Elísabet en hún er nýbúinn að fá svarta beltið í karlafráhlaupi...Hún setti fyrr í kvöld Evrópumet í 125kg þyngdarflokknum en einnig á hún heimsmet í 300kg þyngdarflokknum...eða eitthvað:D