Friday, July 27, 2007

Ááááátakk

Sælt veri fólkið :)
Ég virðist vera mun duglegri að blogga þegar ég er í sumarfríi....hugs...hvernig ætli standi á því?
Ekki það að ég hangi í tölvunni allan daginn, o sei sei nei.
Mín fór nefnilega aftur út að skokka í gær! Út í Kjarna og til baka (verð að taka það fram að ég skokki aftur til baka líka, annast gæti fólk haldið að ég hafi gefist upp og húkkað mér far til baka).
Get sagt ykkur það, að eftir það skokk, þá sögðu fæturnir á mér stöðu sinni lausri, fóru í verkfall og hefðu eflaust flutt að heiman ef þeir væru ekki mjög vel fastir við restina af mér.
Var svo heppin að Mikael sofnaði yfir teiknimynd svo ég skreið bara uppí sófa til hanns og sofanði aðeins með honum. Og þá fyrst gat ég harkað af mér að fara í sturtu og elda kvöldmat.
Fór svo í búð í dag og eignaðist þessa forlátu hlaupaskó :) bara svo ég gefist ekki upp alveg strax ;)
Eflaust spyr sig einhver: "hvað gengur nú á fyrir henni að vera að þessum hlaupum"?
En svarið er einfalt; ætla að reyna að auka aðeins þolið hjá mér, þar sem ég geri eflaust lítið annað en að sitja á rassinum í vetur, og þá gengur mér líka betur að hlaupa á eftir kindunum hans Sverris í haust ;)
Svo á það alveg eftir að koma í ljós hvort ég fer að hlaupa alla daga vikunnar, í hvaða verðri sem er, alla daga ársins, eins og flestir hlaupabrjálæðingar landsins....sjáum til með það ;)

Grasið grær sem aldrei fyrr í garðinum hjá mér. Náði nú loksins að hitta á eiganda efstu hæðarinnar, hann lofaði öllu fögru og ætlar þvílíkt að redda öllu og láta slá garðinn.
Svo ég bíð þolinmóð, reyni að halda ró minni á meðan að ég þarf ekki sveðju til að komsat út úr húsi. Þetta fer að verða eins og vafningsviðurinn sem óx utanum höllina hjá þyrnirós...nema hvað að það er kanski ekki alveg eins rómó að húsið umvefjist grasi....hvaða prins nennir að mæta með sláttuorf og berjast við mjálmandi ketti á leið sinni til að kyssa mig??? ;)
Bíð spennt....bæði eftir prinsinum og hvort að garðurinn verði sleginn. Og ef satt skal segja, þá er ég hreinlega ekki viss um hvort er ólíklegra....

Till next...adios

3 comments:

Þráinn said...

Tjah...hérna...ég er að spá...sko...hmmm...já hérna...langar þig sem sagt...sko...ég meina...ja...ertu að biðja um...hehemm...að hitta...já eða deita...MANNINN MEÐ LJÁINN?????

Elísabet Katrín said...

Nauts! Ertu klikk??? Þú veist að í gamladaga, á tímum öskubusku, voru prinsarnir á hvítum fákum og brugðu fyrir síg sverði til að slátra drekum,tröllum eða höggva niður vafningsvið til að ná að kyssa sína draumadrós.
Ég er nú ekki með alveg svoleiðis kröfur, en til að komsat inn í húsið mitt fer að þurfa sláttuorf eða amk góðar garðklippur, og berjast við mjálmandi ketti ;)
Orf og ljár er alveg out of fashion ;)

Sigga Lára said...

Mig langar eiginlega ekkert að sjá menn nota garðklippur á ketti...