Saturday, September 15, 2007

Akureyrarhlaupið

Það hafðist, ég hljóp 10 km. í Akureyrarhlaupinu undir 1 klst. :) Er ekki með tímann alveg á hreinu, en bíð spennt eftir "löglegum" úrslitum.
Það var samt ekki eins gaman að hlaupa í þessu hlaupi eins og Reykjavíkurmaraþoninu, þar var rosa stemming og fjör alla leiðina. Hérna voru frekar fáir, og maður var nú bara næstum einn í heiminum að hlaupa. Fór samt fram úr einum kalli í restina, og það var voða gaman :) sérstaklega af því að hann hafði farið fram úr mér 2 km. fyrir endamarkið ;) sökkvi !
Í skólanum er alltaf jafn gaman, og alltaf jafn mikið að gera... tókst samt að skila ritgerðinni minni og halda 5 min fyrirlestur um hana. Og ég var náttúrulega fyrst í að halda fyrirlestur. En það var líka bara fínt, nú get ég slakað á og hlegið að hinum sem eiga þetta eftir :)
Jæja, ég hef ekki mikla orku í að skrifa meira núna, ætla aðeins að leggja mig, svo verður pizza og leti í kvöld. Fór í Hagkaup áðan og keypti fullt af Amerísku ógeði handa strákunum, svo þeir eru sælir að horfa á vídeó og borða jukk....

Till next...adios

1 comment:

Adda said...

Úlla múlla, dugleg ertu.. Það er aldeilis að þú ert komin í form:)
En já, gott að það sé alltaf gott veður heima á Akureyri, jeminn hvað ég sakna Akureyrar;) Hehe
Hér er bara 20 stiga hiti og sól, reyndar búin að vera gola í dag. Held að það sé að koma vetur... hehehe

Kveðja frá Thames Court
Adda