Tuesday, October 02, 2007


Góðan dag :) Fann eina mynd af mér í myndakássunni sem ég var að setja inn í tölvuna. Þessi er nú síðan einhverntíman í vetur/vor.
Bara svona fyrir þá sem sjá mig sjandan ;) hehe...
Ég veit ekki hvort ég er eitthvað að ofþreyta sjáfa mig, en um þessar mundir, þá má ég ekki opna bók án þess að sofna eftir 7 min. Og er það heldur bagalegt þegar maður þarf að lesa heilu bunkana af efni. Ef einhver lumar á ráði hvernig hægt er að lesa án þess að sofna...(nenni ekki að lesa standandi) þá væri það vel þegið.
Annars gengur mér ágætlega að sofna ekki þegar ég er að læra inn í eldhúsi á daginn, en þá er svo mikill hávaði frá krakkaormunum á leikskólanum að það truflar einbeitinguna talsvert.
Það er mjög undarlegt að vera stundum heima þegar það er ennþá leikskóli. Og kanski eins gott að ég var ekki heimavið þegar Mikael var ennþá í téðum leikskóla, ég vissi ekki að krakkar gætu búið til svona mikin hávaða! Stundum er hreinlega eins og það sé verið að pinta þau hroðalega, svoleiðis eru gólin og görgin! Svo elhúsið er ekki góður lærdómsstaður, sófinn er ekki góður lærdómsstaður, rúmið ennþá síður góður lærdómsstaður (nema þá í rúmfræði...múhahahahaha, ég er svooooo fyndin)...svo nú eru góð ráð dýr.
Kanski er ég líka bara á einhverju þreytu skeiði, búin að vera að æfa og svoleiðis.....kanski verð ég bara fín eftir helgi. Þá á nú samt að fara að byrja á Kabarett....hummm, spurning um að vera bara kanski oggopínuponsulítið með í því ;)
Jæja, nú er ég hætt að kvarta. Hætt þessu væri og reyni að gera eitthvað að viti! Og hananú!

Hér er svo ein mynd af Kristjáni, síðan á fermingardaginn hans í vor...21.apríl minnir mig ;) Nú er hann orðinn 14 ára og með hormónaflæðið á háu stigi. Og ég bókstaflega horfi á hann stækka!










Og ekki má gleyma Mikael :)
Sem er alltaf jafn sætur og hormónalaus (ennþá)
Hann er reyndar á því skeiði núna að það má ekki taka af honum myndir, þessi er síðan um fermingu Kristjáns.









Jæja, ætla að gera heiðarlega tilraun til að lesa smá, ekki horfir maður á sjónvarpið í kvöld....alþingisumræður í allt kvöld!

Till next...adios

5 comments:

Hanna Stef said...

Sæl. Ég er með gott ráð gegn síþreytu - borða dökkt súkkulaði - og þar sem ég veit að þér finnst það ekki mjög slæmt ætti þetta ekki að reynast þér erfitt;-) Var einmitt að lesa um þetta í blaði í dag. Var sumsé gerð tilraun og útkoman var þessi og kom víst þeim sem framkvæmdu þessa tilraun mjög á óvart, þ.e. að dökka súkkulaðið gæti haft þessi áhrif. Þá er bara að byrgja sig upp af 75% súkkulaði og hefja lesturinn! Kveðja góð:-)

Sigga Lára said...

Ég kann bara eitt ráð til að vera vakandi yfir skólabókunum og það er Kaffi. Og nóg af því. Svo má alveg hafa súkkulaðið með.

Þráinn said...

Hey...gaman að sjá þig:)

Unknown said...

Til hamingju með stóra snúðinn þinn. Hann hefur breyst helling síðan ég sá hann síðast.. ekki þú þó :)

Díana said...

Ömm..... Davíð being me sko....