Friday, September 21, 2007

Ljómandi

Jæja, þá er sláturgerð haustsins búin í bili (á reyndar eftir að búa til eitthvað meira af lifrarpylsu en það verður ekkert strax) og er það alveg ljómandi gott :) Manni líður eitthvað svo skemmtilega húsmóðurlega þegar maður er að gera slátur, þótt ég borði nú ekki mikið af þessu sjálf, en ég er að passa kólesterólið og Kristján er matvandur ;) en það er gott að smakka slátur einstaka sinnum.

Mont dagsins: ég fékk út úr fyrsta verkefninu mínu í dag, en það var verkefni um ritun og ritstuld, ég átti sem sé að endurskrifa grein án þess að ritstela. Og þar sem ég þjáist af of miklum heiðarleika og gjörsneidd þeim hæfileika að stela ;) þá fékk ég 9 fyrir verkefnið :) Svo vona ég bara að framhaldið verði bara svipað ;) hehe, hope!

Held að ég hafi hlotið varnalegan skaða af stungu geitungsins þarna um daginn, er ennþá með talsverð ummerki á fætinum og hef það á tilfinningunni að það gæti bara stórt stykki dottið úr fætinum á hverri stundu! Geitungar eru a.m.k orðnir enemies nr.one!!! Ekki það að ég hafi átt óvini fyrir, ekki sem ég veit um a.m.k ;)

Svo var fyrsti fundur nýrrar stjórnar Freyvangsleikhússins sl. miðvikud.kv. þar endaði ég í að verða vara-formaður, sem átti að vera nokkurs konar "sárabætur" fyrir það að vera eina konan í stjórninni. Það virðist enginn fatta það að mér líkar það bara alls ekki illa, :) en það verður bara fínt ef þeir halda áfram að fara með mig sem prinsessu ;) hehe, sem er reyndar MJÖG ólíklegt.
En það er hellingur framundan hjá leikfélaginu, einþáttungahátíð í Borgarleikhúsinu í byrjun okt. Kabarett í byrjun nóv. reyna að gera eitthvað fyrir afmæli Freyvangs og svo ákveða leikrit fyrir veturinn....allt á fullu :)
Áhugasamir lesendur sem vilja vera með eru velkomnir :)

Ég er örlítið farin að geta klórað mig í gegnum Karl Marx og Saint-Simone og Auguste Comte og Tourqueville, og á eflaust eftir að skrifa góðan pistil um kenningar þeirra og fleira, kanski bara marga pistla, hehe....er að fara í próf á mánudaginn um þá kappa og það gildir 30% af lokaeinkunn, svo það er eins gott að vita eitthvað!

Þreytt þreytt....Mikael sofnaður í sófanum við hliðina á mér, ætla að koma okkur báðum í rúmið og skipað gæti ég Kristjáni væri mér hlýtt ;)

Till next...adios

3 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með þessa einkunn mín kæra!

Adda said...

Hey á ekkert að fara að blogga:)
En til hamingju með níuna!! Iss þú átt eftir að rúlla þessum skóla upp sko!!;)
Kveðja frá landi sólar og rigningar:)
Adda

dills said...

Til hamingju með að vera komin úr stofufangelsinu og farin að stunda félagslíf skólinn verður leikur einn fyrir þig hlakka til að sjá þig í borgó um næstu helgi
til ðenn
Dilla