Þar sem ég er að gera sjálfa mig brjálaða á skipulagsleysi mínu, bæði varðandi nám og annað, (ætla ekki einu sinni að nefna skúringar hálfu orði núna) þá hef ég tekið þá ákvörðun að splæsa á sjálfa mig námskeiði í námstækni.
Hefur samt hvarflað að mér hvernig ég á að hafa tíma til þess að fara á þetta blessaða námskeið, sem er í tvær vikur, tvo daga í hvorri viku og tvo tíma í hvert skipti ! En það verður bara að láta vaða!
Ég fór að iðrast afskaplega pirrings-skrifa minna eftir að ég tók til við lestur "bókarinnar um veginn". Þetta er þvílíkt snilldar rit. Speki alveg út í gegn, og ef mannfólkið gæti tileinkað sér, þótt ekki væri nema lítð brot, að þessari speki, þá væri nú gaman að lifa.
Auðvitað er þetta ekkert nema siðfræði, hvernig þú átt að koma fram við aðra og sjálfan þig svo að allir geti verið happý for the rest.......en það er bara eitthvað svo magnað að lesa þetta.
Fyrir utan það að gaurinn sem skrifaði þetta hann Lao-Tse var fæddur 300-400 árum fyrir Krist. Það er víst eitthvað á reiki með hvenær hann var uppi, svona eins og margt annað frá þessum tíma ;) Sumt minnti nú óneytanlega á ýmislegt úr Biblíunni, datt stundum í hug að Biblían væri "lengri" útgáfan af Bókinni um veginn, en maður lætur nú ekkert svoleiðis út úr sér ;)
Svo núna þarf ég bara að skrifa 1800 bls.ritgerð um gripinn fyrir fimmtud. í næstu viku....það- hlýtur að reddast, verð líka byrjuð á námstækninámskeiðinu þá og hef eflaust nógan tíma ;)
Háskólinn á Akureyri á afmæli í dag :) er sko orðinn 20 ára gamall, við fengum köku og kók í tilefni dagsins :)
Fór með Vælir í geldingu í dag. Núna liggur greiið aðallega fyrir, en ef hann reynir að labba er eins og hann sé blyndfullur.....og við hlægjum eins og svín! Óskup er maður vondur, klippir á æxlunarfærin á ræfilinum og hlær svo bara að honum.
Usss, ætla að fara út að skokka og reyna að losa mig við samviskubitið.
Svo les ég aftur Bókina um vegin og íhuga aðeins.
Till next...adios
Wednesday, September 05, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Þetta er náttúrulega púra grimmd!!!Vælir á alla mína samúð í dag...samt smá spurning...vælir hann þá í sópran í dag?
Blessuð. Takk fyrir vinnuna um helgina. Er ekki viss um að ég hafi efni á að borga þér!!!! Eyddi svo andsk. miklu í borginni!! Nei, nei, engar áhyggjur! En segðu mér eitt, áttu að skrifa 1800 bls. ritgerð um Bókina um veginn?? Ja ég bara spur:-0 Kv. Sjáumst í kvöld í klúbbnum.
Post a Comment