and one to go...Var í einu prófi í dag, 30% sem ég held að hafi gengið þokkalega. Ég verð a.m.k brjáluð ef ég fell...þá vaknar kennarinn upp dauður einn morguninn ;) hehe...nei, kanski ekki alveg. Reyndar mundi ég nú alveg nokkur atriði sem ég hefði átt að hafa með, þegar ég var komin út úr stofunni, en það er líka alltaf svoleiðis. Svo er ég að fara í annað próf á fimmtudagsmorguninn, og vona bara það besta. Stefin á að eyða morgundeginum að mestu í lestur. Nenni ekki að lesa neitt í dag, þarf líka að ná í Mikael í afmæli, elda kvöldmat og fara á fund!
Talandi um Mikael....ussss, hann er að fyllast af einhverjum "töffara stælum" um þessar mundir, fékk tölvupóst í dag, um að hann hefði farið oft útaf skólalóðinni og ekki hlýtt neinum! Eins gott að ég var bara að sjá þennan póst og hann verður í afmæli í rúman hálftíma í viðbót... En ég þarf a.m.k að mæta í viðtal í skólanum næsta fimmtudag, og á bréfinu að dæma sem ég fékk, þá á ég allt eins von á því að hann verði bara rekinn úr skólanum!!! Glæsileg byrjun á skólaferli hans ;)
En auðvitað er bara gaman að eiga bara börn sem þarf að hafa eitthvað fyrir, alveg ómögulegt ef maður þarf ekki að mæta nokkrum sinnum í skólann útaf smá veseni...;)
Annars er Kristján líka að verða svo hryllilega "rólegur", ekkert vesen með hann í skólanum, nema þá einna helst að fá hann til að læra...agalega latur við námið, og virðist slétt sama, reyndar sagði hann við mig um daginn að hann ætlaði að verða heimsfrægur heilaskurðlæknir. Svo glotti hann ógurlega ;D Gaman að þessu öllu saman...
Tja...best að gera eitthvað af viti...or nott, ætla að leggjast í leti í 20 min. og æfa ræðuna sem Mikael fær að heyra á eftir ;)
Till next...adios
Tuesday, March 04, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Good luck mommy;) Þetta verður alveg svakalegurtöffari sem þú átt.... krefjandi verkandi;)
Hahahaha heimsfrægur heilsaskurðlæknir... Litla krúttið mitt:)
En það er greinilegt að Kristján Esra hefur alltaf bara verið of auðveldur, núna ertu komin veð verðugt verkefni ;)
Kristján hefur greinilega sama húmor og "mammasín"!!!Hvernig eru kvöldin hjá þér í næstu viku? Steina mætti til mín með handrukkara svo ég þori ekki annað en hafa klúbb í næstu viku. Ok. hún kom í gærkvöld með kíló af lakkrís og Lena með henni. Hitt hljómaði bara meira spennandi!! Kv. Hanna (sem hefur fjarri því gott að gúffa í sig 1000gr. af lakkrís)
Næsta vika verður jollý ;) engin próf, og þarf bara að skila einni ritgerð á föstud. :)
Post a Comment