Ég er að hamast við að skrifa ritgerð um æsifréttamennsku, eins og glöggt má sjá, þá gef ég mér ekki tíma til nens annars en ritgerðarstarfa, þar sem skiladagur er ekki seinna en nk.föstudag! En ég er svoooo duglega að finna mér eitthvað annað til dundurs að ólíkindum sætir.
Var voða dugleg í gær og fór á gönguskíði, reyndar er þetta bara í annað skiptið í vetur sem gönguskíðin eru dregin fram og ekki dugir það! Upp í fjalli var lítið sem ekkert skygni, þoka og akkúrat ljósaskiptin, svo ég sá nánast ekki neitt nema rétt fram fyrir tærnar á mér...en ekki skyldi það nú stoppa mig, fyrst maður var á annað borð komin upp í fjall :) Ég gekk og gekk og gekk það ágætlega til að byrja með, svo var mér farið að finnast eins og ég væri alveg lost, hélt ég væri komin rúmlega hálfa leið út á Þelamörk, þegar slóðin virtist loksins fara í hina áttina. Það hefur eflaust verið mjög spaugileg sjón að sjá mig á gönguskíðunum, sérstaklega þegar ég fór niður brekkur...ég fór MJÖG varlega...en sem betur fer voru nú engin vitni af þessum skíðaafrekum mínum ;) og ég ákvað að fara sem fyrst aftur þegar skyggnið væri örlítið betra :)
Svo dreif ég mig með strákana á skauta í dag...sem kom nú ekki "til af góðu" en það var nefnilega einhver skautaferð hjá 1.bekk, svo ekki varð vikist undan. Reyndar var þetta voða gaman, og Kristján fílar sig vel á skautum, en Mikael aftur á móti meiddi sig á fótunum, skautarnir eitthvað nuddast utaní, og tilkynnti það að hann ætlaði aldrei aftur á skauta!
Svo núna er ég bara þreytt, með smá hálsbólgu og kvef að reyna að sökkva mér niður í ritgerðarskrif en gengur hægt.
Jæja...æsifréttamennska here I come ;)
Till next...adios
Sunday, March 09, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Haha ég skil hvað þú átt við með að finna þér eitthvað annað til dundurs;) Ég á einmitt við sama vandamál að stríða, getur verið frekar hvimleitt.
En að öðru, ég hef einmitt einu sinni farið á gönguskíði. Og datt. Og aftur. En ég er svo hrædd við að fara á venjuleg skíði að mér leist ekkert á það þegar það kom aðeins niðurhallandi, úff... Var svona eins og þú og fór mjöög varlega, haha:)
Post a Comment