Thursday, March 06, 2008

Jibbíjei

Jæja, þá eru prófin búin í þessari viku ;) Nú þarf ég bara að drusla af einni ritgerð fyrir 14.mars og þá er maður svo gott sem komin í páskafrí. Sem reyndar verður eitthvað undirlagt af lestri og meiri ritgerðarskrifum. Mér gekk bara vel í prófinu í dag, amk betur en á þriðjudaginn, en þá þurfti ég líka að skrifa svörin á ensku, og kanski mest spurning um hvort kennarinn skilur mig ;) hehe... Annars verð ég bara fúl ef ég fæ undir 8 í prófinu í dag, enda las ég og las og las allan daginn í gær! Held ég hafi bara ekki farið út úr húsi, nema eldsnemma um morguninn þegar ég fór með Mikael til tannlæknis.
Annars hefur Mikael lofað bót og betrun í skólanum, en spyr mig samt annað slagið hvort hann þurfi ALLTAF að vera þægur í skólanum...held að honum finnist það algerlega óvinnandi vegur. Ég átti nú reyndar í stöðugum bréfaskrifum við kennarann hans í gær, þar að segja, hún sendi mér póst um að hún yrði á "einhverju ADHD námskeiði" þann dag sem ég átti að mæta í viðtal í næstu viku. Svo hún vildi gefa mér tíma í staðinn á þriðjud. Ég skrifaði til baka að ég væri í skólanum allan þriðjudaginn (hún getur sko bara hitt mig eftir hádegið) og þá skrifaði hún til baka hvort ég gæti ekki bara skrópað í skólanum!!! Ég þurfti að bíta mig í puttana til að skrifa ekki eitthvað miður fallegt, var næstum búin að spyrja hvort hún gæti bara ekki alveg eins skrópað í því sem hún var að gera.....en sleppti því. Sagðist komast á miðvikud. þótt ég þurfi að hoppa í burt úr hópavinnu, en það var bara eini dagurinn sem hún átti lausan handa mér... Mér finnst stundum óþolandi tillitsleysi hjá kennurum (nú verður Alla brjáluð) að ætlast til að maður geti stokkið í skólann hvenær sem þeim hentar, en þeir geta ekki hliðrað til fyrir mann. Í þessu tilviki var ég búin að segja að ég kæmist, miðvikud, fimmtud og föstud. í þessari viku, og miðvikud. fimmtud. og föstud. í næstu viku! Æ ég nenni annars ekki að pirra mig mikið yfir þessu, var nógu pirruð í gær...en þá var ég líka á fullu að lesa og þoldi enga truflun ;) Annars er ég mest hrædd um að þessir blessaðir kennarar ætli að reyna að klína einhverri greiningu á guttann. Ég fór nú í viðtal fyrir áramót og talaði við tvo kennara, eftir að Mikael og annar gutti voru að henda snjóboltum í bíla...og þá var ég nú bara spurð að því hvort að Mikael væri ekki bara ofvirkur! Og auðvitað hlýtur það bara að vera, fyrst að barnið nennir að hreyfa sig og á bróðir sem er greindur ofvirkur. Svo í viðtalinu í byrjun janúar, í skólanum, þá var bara allt í svona lukkunnarvelstandi...gekk allt svo vel og bla bla bla...held að kennaranum veiti ekki af svona ADHD námskeiði, er sennilega með athyglisbrest sjálf ;) tí hí...Kanski er ekki þorað að segja neitt við mann, nema að þær séu tvær saman...maður spyr sig.
Jæja, ætli ég sé ekki búin að drulla nóg yfir kennarastéttina í bili...bið alla kennara í ættinni afsökunar :) Annars er ég með lausn á þessu öllu saman, það eiga bara að vera fleiri kennarar og færri börn í bekk! Hver ræður við 25 börn í bekk??? Ekki ég, ég tek reyndar ofan hattinn fyrir þeim sem taka að sér að kenna, ég tæki það kanski að mér fyrir þreföld forsetalaun...en myndi þó hugsa málið!

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

þó ég sé af kennurum komin og hafi kennt sjálf, þá hef ég enga samúð með kennara stráksa....að spyrja hvort þú getir ekki bara skrópað er í besta falli dónaskapur og í versta falli heimska og hana nú! Ef barn er óþekkt eða fremur e-ð skammarstrik, af hverju þarf þá alltaf að klína á það ofvirknis- eða athyglisbrestsgreiningu og jafnvel báðu... En til hamingju með að vera búin í prófum,- þú stendur þig frábærlega;-) Knús ljúfan mín