Sunday, March 23, 2008

Friðrik Árnason

Þá er lilli litli kominn með nafn. Drengurinn var skírður í Grundarkirkju, eldsnemma á páskadagsmorgun...og hlaut nafnið Friðrik. Verð að segja að þetta er vel valið nafn, (og var skemmtileg fullvissa að ég hafi giskað rétt,) ég fékk nú samt smá tár í augun þegar Árni sagði nafnið í kirkjunni.
Eins og sérst var alveg sérstaklega gott veður og Grundarkirkja flott...fór einmitt að rifja það upp við altarisgönguna, að það eru víst allnokkur ár síðan ég fermdist í þessari sömu kirkju. Þá fannst mér krikjan gríðarlega stór. Ég held að ég hafi nú samt ekki stækkað að neinu viti síðan ég fermdist, kanski þroskast eitthvað smávegis...er samt umdeilanlegt.
En þetta var bæði hugarhreinsandi og umhugsunarvekjandi að sitja í messunni og hlýða á orð Sr. Hannesar Ö.Blandon.
Ég held að innri ró og sálarfrið hafi verð fórnað fyrir lífsgæðakapphlaupið.

Gleðilega páska öll sem eitt :)

Till next...adios

2 comments:

Anonymous said...

Gleðilega páskarest og til hamingju með litla frænda þinn - og nafnið er auðvitað fallegt. Ég er bara í vinnunni þar sem alltaf er líf og fjör. Svo mikið fjör að menn brjóta á sér lappirnar. Þetta var skrifað fyrir þig Linda því ég veit þú lest bloggið hjá Eló. Já hún Linda litla var að renna sér á sleða í gær og braut á sér löppina stelpuskömmin. Átti náttúrulega bara að vera inni og hugsa um Jesú og upprisuna og sonna. Annars ætti ég ekki að segja mikið, braut á mér löppina á leiðinni úr vinnu um árið, engin áhættuatriði þar á ferð. Hafið það sem allra best litla, fallega fjölskylda og við sjáumst. Kv. Hanna

Anonymous said...

gleðilega hátið krúttan mín.