Saturday, March 22, 2008

Laugardagur fyrir páska

Fór í búðar-leið-angur í dag, fólk virðist ennþá vera að tapa sér í neyslugleði. Kansi er fólk að flýta sér að kaupa og kaupa áður en að allir peningarnir verða búnir ;)
Annars kíkti ég inn í nýja Rúmfatalagerinn, þar sem "hættulegi rúllustiginn" er, það er búið að setja upp öryggisnet þar sem stelpan datt niður á opnurnardaginn, náttúrulega mun ódýrara heldur en að hafa öryggisvörð standandi þarna allan daginn. En rúmfatalagerinn hefur stækkað til muna, það verður að segjast...en afgreiðslukassarnir eru ennþá jafn fáir...sennilega ekki reiknað með neitti örtröð við þá, fólk er auðviðtað svo lengi að villast um í búðinni :)
Svo er páskadagur á morgun og skírn eldsnemma í fyrramálið, auðvitað hefur maður bara gott af smá nærandi hugleiðingu frá sr.Hannesi, snemma á páskadagsmorgun...og svo er spennandi að vita hvað Lilli litli verður skírður ;) Ég hef mínar hugmyndir með það, en læt það ekki uppi hér.
Sökkti mér niður í tertugerð í dag, svo átti ég nokkrar eggjahvítur í afgang, og sullaði sykri, kókos og súkkulaði saman við og bjó til toppa. Bakaði þetta alveg upp á von og óvon, því ónákvæmari vigtun hefur ekki verið gerð...en uppskriftin er svona ef einhver vill prufa:
6 eggjahvítur
hellingur af sykri
næstum allur pokinn af kókosmjöli
restin af súkkulaði-lakkrískurlinu
næstum heil plata af suðusúkkulaði

Hvíturnar og sykurinn þeytt saman (má gjarnan minka sykurinn) svo er rest hrært út í og sett með teskeiðum á smérpappír og bakað við 170°C í 15 min.

Ég hef nefnilega yfirleitt ætlað að gera eitthvað úr eggjahvítunum, þegar ég á þær í afgang úr perutertugerð, en svo gleymi ég því alltaf. Svo þetta var mikill áfangi, og topparnir vel ætir :)

Jæja, ég fór með guttana í vídeóleigu áðan, svo ætli það sé ekki best að fara að góna á eitthvað. Annars fannst mér svo sniðugt að taka dvd í dag, því þá þyrfti ég ekki að skila því fyrr en á mánudaginn...en það er víst bara opið á morgun, páskadag!
Hvert er heimurinn eiginlega að fara...er ekki bara hægt að hafa lokað á hátíðisdögum? Það var svoleiðis í þá gömlu góðu daga :)
Gleðilega páska :)

Till next...adios

No comments: