Jamms, ég er löt belja í dag...þyrfti að vera að lesa og lesa en fór þess í stað í langan göngutúr með strákana. Við byrjuðum á því að labba út í Sunnuhlíð, en þar var svona vorhátíð þar sem krökkum fæddum 2001 voru gefnir reiðhjólahjálmar, svo fengum við líka pylsur sem var ljómandi :) Svo gengum við niðrí bæ, komum við í BT þar sem eytt var í myndir og tölvuleik, síðan rölt áfram inn í miðbæ og svo heim. Ég var alveg að niðurlotum komin eftir "alla" gönguna og fór að horfa á mynd með Mikael og við sofnuðum samviskusamlega í sófanum...dugleg :)
En er loks sest niður með bækur fyrir framan mig, en það gengur eitthvað illa að festa hugann við námið, kanski er það öll sólin sem skín núna úti. Það er alveg ekta vorveður, sól, logn og hlýtt :) Ég hef kanski fengið smá sólsting í dag (þótt sólin hafi nú ekki skinið mikið í göngutúrnum), þessvegna er ég svona sljó eitthvað. Svo bakaði ég köku...setti í þvottavél...sem minnir mig á það, þvottavélin er löngu búin...best að hengja upp og panta pizzu :)
Svo er Evróvisión þáttur í sjónvarpinu í kvöld...tata...á morgun segir sá lati...
Till next...adios
Saturday, May 03, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Mööö frá einni latri belju til annarrar!! Vonandi ertu bara dugleg að lesa í dag. Mér fannst þú reyndar ekkert löt að labba svona mikið í gær:-) Ég hljóp um allan Kjarnaskóg í gær að reyna að missa ekki af 2 frískum stelpum 4 og 7 ára. Það var nú meira en að segja það! En þetta var nú bara gaman því veðrið var svo gott. Kv. og gangi þér vel.
Post a Comment