Sunday, May 18, 2008

Skóla-fól

Um daginn gerðist það í Brekkuskóla að einhverjir gormar tóku sig til og rispuðu eina tvo bíla út á bílaplani, sem voru í eigu einhverra kennara. Og hverjum haldiði að hafi verið kennt um??? Jú, einmitt, honum Mikael mínum og vini hans :( Reyndar kom bara almennur póstur á alla foreldra þar sem var talað almennt um þetta atvik, og engum kennt um og foreldrar beðnir um að ræða við börn sín. Ég gerði það náttúrulega og Mikael var alveg miður sín yfir þessu...þ.e.a.s hann var miður sín yfir því að enginn í skólanum trúði því að hann hefði ekki gert þetta! "Mamma það trúir mér enginn og mér er kennt um" sagði hann með tárin í augunum. Ég er reyndar ennþá að bíða eftir að vera boðuð á fund í skólanum og er að hugsa um að bíða bara róleg eftir því og ræða þetta í leiðinni.
Annars fór ég að hugsa um að það er alls ekki þægilegt að vera kennt um eitthvað sem maður gerir ekki, hvað þá ef maður er bara 6 ára!
Mér finnst a.m.k að kennarar hljóti að þurfa að hafa eitthvað meira í höndunum en bara að stökkva á næstu ólátabelgi og kenna þeim um!
En ég er náttúrulega bara svolítið sár og bitur út í skólakerfið...og á eftir að díla við það í ein 9 ár í viðbót....púfff!

Ég fór í Nettó í gær, sem er svo sem ekki í frásögur færandi, nema það að þar standa yfir víðáttumiklar breytingar. Maður er alveg klukkutíma lengur í búiðnni en vanalega, vegna þess að það er búið að færa allt til og jafnvel þarf maður að elta hillurnar. Ég stóð hjá einni hillu og var að ákveða hvort ég ætti að kaupa Betty-Croker karmelluköku eða Brownies....en þá fór bara hillan í burtu. Ég reyndi nú að fylgja henni eftir með augunum og þegar hún stöðvaðist þá stökk ég til og reyndi að hrifsa til mín einn pakka...þá fór hillu fjárinn aftur á stað og ók nærri yfir tærnar á mér. Ég gargaði Æ og þá stoppaði hún...hillan sko...ég heyrði að einhver sagði "bíddu aðeins" og svo náði ég að hrifsa til mín karmelluköku og haltra í burtu. Ekki var nú neitt verið að biðja mann afsökunar á ákeyrslunni...ef ég hefði verið pínu úrill þá hefði ég eflaust skammast eitthvað, en ég nennti því ekki, var bara fegin að sleppa með allar tær óbrotnar.
Annars vorkenni ég bara aumingja fólkinu sem vinnur í búiðinni, búnar að vera breytingar og læti þarna í einhverjar vikur, en sem betur fer þá ætla þeir nú víst að loka alveg í eina 3 daga og klára herlegheitin. Spurning hvað fyrsta búðarferðin í nýja Nettó á eftir að taka marga klukkutíma...

Till next...adios

No comments: