Er heima veik, er druslulegri en drusla og slappari en grá-sleppa...
Var með ægilegt samviskubit yfir að hafa ekki komist í sveitina í dag og var þess full viss að allt færi í steik í fjarveru minni...en svo hringdi ég í Sverrir áðan og allt gekk ljómandi vel í dag! En í sveitina skal ég á morgun með góðu eða illu!!! Einnig átti ég að vera á stjórnarfundi hjá Freyvangsleikhúsinu í kvöld en missi líka af því :(
Annars skemmtilegri fréttir :) Ég fór í ljómandi skemmtilegan saumaklúbb á þriðjudagskvöldið, það voru verðlaun í boði fyrir þá sem löbbuðu í klúbbinn og þar sem Lára litla á heima næstum á hjara Akureyrar þá var þetta langt og strangt labb...ég var næstum búin að ræna reiðhjóli af gömlum kalli sem hjólaði framhjá...ef hann hefði haft bögglabera aftaná þá hefði ég tyllt mér ;) En það voru veg-leg verðlaun og labbið þess virði. Góður matur, gott vín og síðast en ekki síst alveg frábær félagsskapur :)
Svo fékk ég eina einkunn í dag, ég fékk sum sé 7 í afbyggingu 20.aldar, sem er áfanginn sem yndislegi ítalinn kenndi svo listilega af sinni alkunnu snilld ;) Gott ef hitinn lækkaði ekki um einar 7 kommur þegar ég sá einkunnina áðan :)
Jæja, ætla að leggja mig og reyna að losna við sleppuna fyrir fyrramálið ;)
Njótið lífsins því það er frábært :)
Till next...adios
Thursday, May 15, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment