Númer eitt !...og þá er ég ekki að tala um Eurovisíon...heldur mig :) Ég fékk nefnilega 9,5 í fjölmiðlafræði og var með hæstu einkunnina :) Er gersamlega að rifna úr monti, er bara þokkalega sama hvernig söngvakeppnin fer og alles...brosi bara hringinn samt ;) Annars fór ég að spá í tölfræðilegt aðhvarf í dag, og samkvæmt því, þá eru gríðarlega miklar líkur á að Ísland komist upp úr undankeppninni í ár...en þetta er nú tölfærðin :)
(Þetta hlýtur að virka rosalega háskóla-gáfumanna-lega...tíhí)
Ég fór með mömmu í hið nýja Nettó í dag, og nú getur maður óskað Akureyringum til hamingju með að hafa loksins eignast alvöru stórmarkað. Ég hafði það á tilfinningunni að ég væri stödd í stórborginni...nú getum við lagt af molbúaháttinn og orðið alvöru stór-bær :) Það er hátt til lofts og vítt til veggja og fullt af sömu hlutunum í sömu hillustæðunum...so whatt þótt það taki mann klukkustund lengur að versla í matinn, bara vegna vegalengda í búðinni, við Akureyringar eigum hvort sem er nokkra klukkutíma auka í sólarhring sem Rvk.-ingarnir nota í akstur á milli staða ;)
Evrósisíon er að byrja....spennnnnnnó.....have fun :)
Till next...adios
Thursday, May 22, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Til hamingju með þetta Eló mín. Þetta er frábært hjá þér.
Darn you're good girl!!
Sjáumst eftir nokkra daga.
Til hamingju með flotta einkunn,,sæta spæta mín,´já og til hamingju með nýja nettóið jess, Akureyri rules!!! og svo áfram this is my life..ég hlakka til að horfa á laugardag hafðu það gott dúll..
ég klikkaði á nafninu mínu og er ég síðasta comment s.s. anonymous hehe..ohhh gott að vera smá klikk
Ég held líka með Frakklandi!!
Post a Comment