"Megir þú lifa áhugaverða tíma" segir í Kínverskri bölbæn, eitthvað virðist þetta að vera að koma fram hér...kanski einhver Kínverji verið fúll eftir allar kínverjasprengingar hér öll áramót og skellt þessu á landann ;)
Annars byrjaði vikan á smá pirringi út í allt og allt...mánudaguar virðast ætla að verða ansi strembnir, sérstaklega að sitja seinnipartinn á fyrirlestri í 90 min án pásu...og um Austur Asíu...þarna kemur bölbænin aftur fram ;) hummmm...
En þegar ég kom heim um 6 leytið á mánud. þreytt og búin á því, þá var það fyrsta sem ég sá að rusl flæddi hér út og uppúr öllum ruslatunnum! ARG...og þar sem rusla kallarnri sætu koma alltaf á þriðjudags morgnum, þá þurfti ég að byrja á að "laga til í ruslinu". Kenni þessu leikhúspakki sem er um helgar á efstu hæðinni um stóran hluta af þessu...og svo eru þau líka voða dugleg að henda vínflöskum í ruslið...og ég sem hélt að þetta listabóheim pakk væri svo náttúrvænt og umhverfiselskandi...
Talandi um leikhúspakk...mér var óvænt boðið í leikhús á laugardagskvöldið og var náttúrulega svakalega ánægð með svona leikhúsboð :) en var ekki alveg jafn ánægð með sýninguna "Falið fylgi". Það var svo sem margt gott, smá fyndið og vel leikið, en það var bara einhvern vegin byrjað á mörgu sem var aldrei klárað. Svona pínu eins og höfundurinn hafi byrjað á einhverri hugmynd og svo fengið aðra hugmynd og því ekki klárað fyrstu hugmyndina...það var svona ýjað að og gefið í skyn og svo datt bara botninn úr öllu saman. Veit einnig ekki hvernig í fjáranum þetta heitir "Falið fylgi" því frambjóðandinn og kosningabarátta er í algeru lágmark, hefði betur heitið "Fólk í fári" eða eitthvað svoleiðis ;)
Annars er allt í lagi að sjá þetta...sérstaklega fyrir leikhúsrottur, ég er svo all svakalega skrítin að mér finnst gaman í leikhúsi jafnvel þótt að það sé leiðinlegt ;)
Og þetta er ekkert leiðinlegt...hefði bara þurft að skrifa þetta betur og svo skil ég heldur ekki tilgang með veggstubbum sem er alltaf verið að stökkva yfir...annaðhvort er veggur eða ekki veggur...er það ekki???
Jæja, það er víst bylting í landinu...allt að verða vitlaust, ég spái að ríkisstjórnin sundrist fyrir 26.janúar. Ég fór meira að segja smá í mótmæli á þriðjudkv. fín varðeldastemming á Ráðhústorgi ;) Ég er ekkert hissa á að allt sjóði uppúr í Reykjavík, fólkið þar er bara meira tens, það er nú bara nóg að fara inn í Kringluna til að finna það ;) of mikill ys og þys...;)
Jæja, þarf að taka mig til í skólann, sé fram á brjálaða ritgerðar og verkefnavinnu...þarf að vera með fyrilestur strax á mánduaginn sem ég er nákvæmlega ekkert byrjuð að undirbúa mig fyrir, enda vissi ég það líka bara fyrir 2 dögum að ég ætti að vera með þetta á mándud. En ég verð bara fegin þegar það er frá ;)
Litla frænka er komin með nafn já, hún heitir Sigríður María :)
Knúsumst í kreppunni og brosum í byltingunni :)
Till next...adios
Thursday, January 22, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Blessuð
Mín bara orðin alvöru spákona. Hvað verður svo?
kv íris
Er það böl að lifa áhugaverða tíma? Já ég hefði haldið að þetta leikhúsfólk væri nú þokkalega umhverfisvænt;-) Þetta er eilífðarbarátta hjá þér með nágrannana! Er Sigríður María út í loftið eða í höfuðið á einhverjum? Gagni þér vel í fyrirlestra- og ritgerðasmíð darling! :-)
Já, ég er víst orðin alvöru spákona :) takk fyrir ábeninguna Íris...nú get ég selt spádóma mína dýrt ;=)
Sigríður María er alveg ekkert út í loftið, það er Sigríður í höfuðið á vinkonu Öllu og María í höfuðið á Önnu Maríu heitinni :) Svo eru reyndar ættingjar í bunkum í minni ætt sem heita eða hétu Sigríður og María svo þetta er bara hið besta mál :)
Já nágrannar hjá mér eru ekki eins skemmtilegri og nágrannar þarna á stöð 2 ;)
Man það auðvitað núna að þú varst búin að segja þetta í saumaklúbbnum um daginn - þetta með nöfnin á frænku þinni. Vona að þú fyrirgefir konu sem er að drepast í hausnum og greinilega ekki með hugsarann í botni!!! Bíð bara eftir að vinnudeginum ljúki svo ég geti komist heim og kvalist þar:-(
Post a Comment