Friday, September 25, 2009

Frumsýning eftir viku...

Memento mori veður frumsýnt í Freyvangsleikhúsinu föstudaginn 2.október kl.20:30!
Sýningafjöldi verður takmarkaður, svo nú er um að gera að tryggja sér miða í tíma...a.t.h að sýnt verður í litla salnum :)
Þetta er sýning sem engin má láta framhjá sér fara :) Spannar allan tilfinningarskalann og er eins og ferskur fjallablær inn í menningarlíf þjóðarinnar :)


Annars er bara fínt að frétta...endalaust mikið að gera, læra læra læra...skóli skóli skóli...æfa æfa æfa...ræktin ræktin ræktin...reyndar hefur ræktin setið örlítið á hakanaum undanfarið, bæði vegna ógurlegra strengja í fótunum eftir síðustu ferð þangað, og einnig vegna ógurlega mikils lærdóms. Svei mér þá ef maður er ekki að fara í gegnum erfiðustu önnina í skólagöngunni núna.
Svo sé ég til þegar þessi önn er búin, hvað ég tek mikið nám eftir áramót...en núna um jólin, þá á ég (af því gefnu að ég nái öllum áföngunum sem ég er í núna) aðeins eftir 6 einingar af náminu. Svo einingalega séð, þá þyrfti ég bara að dúllast við ritgerðarvinnu. En reyndar eru einhver skyldufög sem ég hvorki vil né get sleppt :)

Og svo þarf ég nú bara að öllum líkindum að reyna að finna mér einhverja vinnu eftir áramót...og kanski fyrr. En það er seinna tíma vandamál ;)

Jæja...ætla að skella mér í ræktina og svo í sláturgerð í sveitina, skutla svo Mikael í og úr fimleikum og svo á æfingu í Freyvang...reyna svo að koma inn nokkrum mínútum fyrir lærdóm og eldamennsku :)

Till next...adios

4 comments:

Anonymous said...

Nóg að gera greinilega. Gangi þér vel. En hvar er litli salurinn??

Anonymous said...

Fyrirgefðu, athugasemdin/spurningin var frá mér komin :-)
Rannveig K

Anonymous said...

Þetta er náttúrulega afleitur tími til að frumsýna!! En við hugsum til þín þar sem við verðum í góðum gír í borginni, félagar þínir:-) Kv. Hanna

Elísabet Katrín said...

Já, alltaf nóg að gera hjá mér...meira að segja full mikið stundum ;)
Litli salurinn er bara örlítið breytt útgáfa af salnum í Freyvangi ;) það er bara svo töff að tala um "litla salinn" og reyndar satt líka, því eins og salurinn er núna þá tekur hann talsvert færri í sæti en vanalega, eða um 50 manns ca.
Já Hanna, ég veit, afleitur tími...mér hefði sko ekkert veitt af húsmæðraorlofsferð með ykkur gellunum þessa helgi :) en ég fékk víst engu ráðið...og verð jú einnig pínu lítið fegin þegar æfingum lýkur og "bara" sýningarnar eftir ;) En ég mun hugsa til ykkar og skal fara á svakalegt fyllerí á laugardagskvöldinu ykkur til heiðurs ;)