Friday, September 18, 2009

Þrotlausar æfingar...;)

Smá uppdeit...sem er svo sem ekkert nýtt, dagarnir fljúga framhjá og ég hef varla tíma til að gera allt sem ég þarf að gera.
Skóli, lærdómur, ræktin, borða, æfingar í Freyvangi...já og svo reyni ég að sinna strákunum örlítið og hjálpa til í sveitinni...kindastúss, göngur...réttir...osfrv.

Mikael Hugi fór í sinn fyrsta tíma í fimleikum í dag, honum fannst það bara gaman og ég er að vonast til þess að hann haldi þessu áfram. Hann gæti orðið efnilegur í fimleikum, því hann er svo skolli sterkur strákurinn...og hefur það að sjálfsögðu frá mömmu sinni ;)Hann er reyndar einnig að spá í að halda áfram í fótboltanum, en taka kannski eina æfingu á viku þar, í staðin fyrir þrjár. Enda veitir ekkert af því að hann fái útrás fyrir alla orkuna ;)

Kristján er bara ánægður í VMA, duglegur að mæta og er JÁKVÆÐUR, sem er bara næstum nýtt þegar skólakerfið á í hlut...held að þessi skólabreyting hafi verið afar góð fyrir hann...enda full mikið að vera í sama skólanum í 10 ár ;) hehe...
Ég fór á foreldrakynningu í VMA í síðustu viku og leist bara svona agalega vel á skólann...enda gott starf unnið þar og frábært starfsfólk :)

Skólinn hjá mér gengur bara ágætlega...það sem af er...maður sér reyndar fyrir sér ótal verkefnaskil og ritgerðir sem fara að skella á manni af fullum þunga...en maður verður bara að taka því :)

Stefnt er að frumsýna "Memento mori" föstudaginn 2.október í Freyvangi og standa æfingar yfir á fullum krafti...er búin að vera á æfingum öll virk kvöld, en nú er smá æfingahlé sem verður notað til þess að, slappa af í smá stund (eða eina kvöldstund...sem sagt í kvöld) og svo er planið að halda áfram að taka á í ræktinni og jafnvel læra eitthvað ;)

Átakið "Í form fyrir fertugt" er nú í algleymi enda styttist óðum sá tími sem maður hefur fyrir þetta átak...en um leið og þetta átak verður búið, þá hefst átakið "í form fyrir fjörutíuogfimm" en það er á langtíma planinu ;) hehe...

Jæja, best að hætta að bulla hér...er að vonast eftri smá sól næstu dagana...væri til í smá sólbaðsheitaliggipott...ja svona þegar mestu marblettirnir eru farnir af lærunum eftir kindastússið...einhverra hluta vegna datt mér í hug "blettatígur" eftir síðustu kindahelgi ;)
En þetta "grær" áður en ég gifti mig ;)

Till next...adios

No comments: