Saturday, September 05, 2009

Sól sól sól

Í dag skín sól :)
Það er ekki verra...ég þurfti að fara í búð, (þar sem ísskápurinn minn var orðinn tómari en hausinn á mörgum pólitíkusinum...eða útrásarvíkingnum)og eftir að hafa keypt bæði eitthvað að borða og drekka (eins og kaffi og 70% súkkulaði, þá ákvað ég að kaupa sokka handa Mikael...sem er nú kanski ekki í frásögur færandi, nema hvað, að ég fór út úr þessari frábæru barna-og unglingafatabúð "Casino" með tvennar buxur, tvennar peysur og eina vettlinga...en enga sokkana...missti mig aðeins ;)Það eru bara svo flott og ódýr föt þarna að það er ekki annað hægt en að kaupa þau ;) og reyndar var Mikael farið að vanta föt, svo það var ekki bara að ég væri að tapa mér að ástæðulausu ;)

Og svona til að róa mig niður eftir verslunarleiðangurinn, þá hentist ég í ræktina og skokkaði 4 km á bretti...lét það duga, vegna þess að, bæði var ræktin að loka og ég á leiðinni í sund...vá...það er bara mest slakandi ever að liggja í sólbaðsheitaliggipottinum í sólinni og gera nákvæmlega EKKERT :) og þarna lá ég og bæði soðnaði og steiktist í tæpa tvo tíma :)

Svona eiga haust að vera...ég segi nú ekki annað ;)

Till next...adios

No comments: