Thursday, August 04, 2005

Grill

Það var haldin gríðarleg grillveisla, á ættaróðalinu Brekku, í gær.
Tókst það bara með ágætum eftir að örlitlir hnökrar eins og "gasleysi" hafði verið kippt í liðinn.
Telst mér svo til að þar hafi verið samankomin 15 stk. fólks á öllum aldri.:)

Þetta er náttúrulega alveg nauðsinlegt, að hóa stórfjölskyldunni saman a.m.k einu sinni á sumri.
Verst að þarna vantaði Siggu Láru og kafbátinn ;)

Voru teknar þarna tímamóta myndir, eins og : Sverrir og Nonni í pólitískum samræðum", "Árni og Nonni að vaska upp" ,"Sverrir og maiskólfurinn", "Þórður og pabbi í langborðsumræðum" , og fl.(mér tókst að koma mér undan uppvaskinu með því að þykjast þurfa í bæinn....uppvaskið var svo lööööngu búið þegar ég kom mér loks af stað í bæinn;)
Myndi ég setja þessar fínu myndir hér á bloggið mitt ef ég kynni það!
Hef reyndar gert nokkrar tilraunir til að setja myndir á bloggið mitt, en þær enda alltaf með "error" eitthvað , eða það bara gerist ekkert!

Annars er ég að upgötva mér til mikillar skelfingar að sumarfríið mitt er að verða búið!:(
Vinna á mánudaginn!!!

Till next...adios

2 comments:

Sigga Lára said...

Já, þetta var auðvitað skipulaxleysi. Við Kafbátur mætum að ári.

Nonni said...

Ég man þetta með uppvaskið góða mín...þú færð að vaska upp næst! ;)