Friday, August 26, 2005

Rigning

Bara örstutt í dag....

Það er rigning og rigning og rigning, ííííííííískuldi og skólinn er byrjaður hjá Kristjáni.
Vinnu vikan er búin JÍBBÍ! Væri alveg til í djamm, en nenni því ekki!

Nágrannar mínir, moldvörpurnar sem eru að grafa allt í sundur og byggja leikskóla við hlið mér, eru voða duglegir. Búnir að reisa voða vegg og halda ótrauðir áfram að girða mig af.

ÉG er ennþá að pirra mig á yfirkerlingunni í vinnunni! Og er nú svo komið að ég myndi stökkva þegar í stað í sambærilega-launaða vinnu! Ef hún væri nokkursstaðar í boði.
Hvað ein kona getur verið "pirrandi" er eiginlega óskiljanlegt! En þetta er nú víst það eina sem hún leysir vel af hendi ;)

Það var í fréttunum í dag að það væri búið að færa sönnur á það að karlmenn væru gáfaðari en konur!
En hvernig stendur þá á því að við þurfum alltaf að hafa vit fyrir körlunum???

Það getur svo sem vel verið að við konurnar höfum minni heila og minna vit, en við notum það a.m.k betur :)

Till next...adios

1 comment:

Sverrir Friðriksson said...

Karlar gáfaðari en konur, já, fjármunum er eytt í ýmiskonar furðurannsóknir. Til dæmis er búið að sýna fram á að konur sem sofa minna á nóttunni séu meira syfjaðar á daginn, og að framhaldskólakrakkar sem eru of feitir hafi annað mataræði en þeir grönnu. Og ég er ekki einu sinni að grínast, þessar rannsóknir voru gerðar. Hvernig væri að hætta þessum ruglrannsóknum og gefa peninginn til góðgerðarmála.