Wednesday, August 03, 2005

Bifreiðaskoðun

Þegar maður fer með gamla bíla í skoðun (eins og gamla grána minn f.1991) þá þarf maður að vera passlega vitlaus varðandi bíla (eða þykjast vera það) og vera af kvenkyni.
Þetta tvennt hefur a.m.k reynst mér ljómandi vel :)
Ég ákvað í morgun (eldsnemma) að ljúka þessari árlegu kvöð af!
Setti upp sakleysingja svipinn og þóttist glugga í gamalt vikublað, á meðan að þungbúinn maðurinn hristi til bílinn minn!
Svo kallaði hann á mig og sýndi mér mjög ábúðafullur að það væri slitin "upphengja" á pústurrörinu, og það væri náttúrulega ekki gott. Ég tók undir það og sagðist myndi láta laga það í hvelli svo ég myndi ekki missa pústurrörið undan mér á versta tíma!
Svo var líka eitthvað "sambandsleysi í stöðuljósinu að framan", en það fór að loga aftur þegar "hann skellti niður húddinu". Láttu nú laga þetta, saði hann á meðan hann límdi þennan fína "06" miða á númeraspjaldi mitt :)
Ég hélt það nú, sagðist ætla beint að láta hengja upp pústið og spurði hvort hann héldi að ég þyrfti á verkstæði útaf "sambandsleysinu". "Nei, nei...bíddu bara, fyrst ljósið fór að loga aftur og sjáðu bara til".
Svo keyrði hann bílinn út fyrir mig og ég þakkaði pent fyrir.

Og að sjálfsögðu fór ég strax og lét hengja upp pústið, lét meira að segja skipta um olíu í leiðinni !

Næst á dagskrá er ekki að fara með bílinn á verkstæði vegna sambandsleysis....það væri öllu nær að ég færi sjálf í "sambandsleysiskoðun".

En næst á dagskrá er að fara í "lit og plokk" og sjá hvað það gerir fyrir sálartetrið :)

Till next...adios

2 comments:

Sigga Lára said...

Áður en þú ferð í aðgerðir gegn "sambandsleysi", þá held ég að ég þurfi að gefa þér gjöf úr nornabúð vinkvenna minna. Þær eru nefnilega með þessar fínu Fávitafælur.

Elísabet Katrín said...

He he...held mér veiti ekki af a.m.k 2 stk. af fávitafælunum. Akkuru var ekki búið að benda mér á þetta fyrir fjölmörgum árum síðan!?! ;)