Nú er svo komið að mér finnst ég sitja föst í sama farinu.
Allt í kring um mig er fólk að gifta sig, eiga börn eða á leiðinni til að gera annaðhvort!
Svo ég er búin að sjá, að við svo búið verður ekki unað til lengdar!!!
ÉG er búin að skipuleggja umbótaferli mikið.
Þar sem tilraunir mínar á öldurhúsum bæjarins hafa ekki borið tilætlaðan árangur,
verður að fara nýjar leiðir.
Nokkrar hugmyndir hafa skotið upp kollinum og nú er bara að velja úr.
Ein er að auglýsa í einkamálaauglýsingum dagblaðanna. Spurning hvort Mogginn, DV eða Fréttablaðið er vænlegast til árangurs.
Hugmynd að auglýsingu gæti verið svona:
"Staða eiginmanns og uppalenda er laus til umsóknar.
Umsækjandi skal vera góður í samskiptum, hafa mikla þolinmæði og úrræðagóður.
Áhersla er lögð á snyrtimennsku og gott útlit.
Æskilegt er að umsækjandi sé ekki mikið yfir kjörþyngd og hafi ríkulegan húmor.
Barngóður og ökuréttindi algert skilyrði.
Þetta er reyklaus "vinnustaður" en áfengisneysla er leifð í miklu hófi.
Umsækjandi þarf að geta tekið til hendinni og kunna á þvottavél og uppþvottabursta.
Einnig þarf umsækjandi að hafa góð laun og geta séð fyrir heimili ef svo ber undir.
Ekki er krafist mikillar menntunar en öll mentun verður talin til tekna umsækjenda.
Umsóknir sendist til elisabkf@hotmail.com , ásamt mynd. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál."
Hummm, ég þyrfti kanski að endurskoða þessa auglýsingu áður en ég set hana í blöðin!
Sennilega of löng, kanski betra að segja bara:
"Mig vantar kall, þarf að vera nothæfur í flest, má vera notaður en helst ekki af of mörgum"
Kanski ég hugsi þetta aðeins....
Till next...adios
Friday, August 05, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Gifta sig og eignast börn? Hurðu? Ertu ekki löngu búin að hvurutveggja? Ég myndi nú bara segja að þú værir lannngt á undan þinni framtíð... ;-)
Post a Comment