Það er nú ekki oft sem ég nenni að rífast, og ennþá síður að ég finni mig knúna til að rífast við bláókunnugt fólk!
En þetta gerðist í dag. Það er nefnilega verið að byggja leikskóla við túnfótinn hjá mér, og allt í lagi með það (nema hann er 3 árum of seint á ferðinni!) nema að þegar ég kom heim úr vinnunni í dag þá var nánast búið að girða fyrir dyrnar hjá mér!
Ég kannski ýki nú aðeins, en samt sem áður eru aðeins tveir metrar (samkvæmt mínum fótum) frá húsvegg og að fyrirhugaðri leikskólagirðingu!
Og ekki var menni sagt eitt eða neitt og blessuð "verktaka girðingin" er talsvert inn á lóðinni
Þessum blessuðum bæjarskipulagtvitleysingjum datt nefnilega í hug að láta endurmæla lóðina og komust þá að því að lóðin var of stór (skemmtileg tilviljun fyrir þá!). Svo runna greiin hér fyrir norðan húsið verða að víkja og gott betur en það!
Svo á að koma vírnetsgirðing á milli mín og organdi leikskólabarna!!!
Og svona til að toppa alla vitleysuna, þá á leikskólalóðin að liggja ca.meter hærra en lóðin hjá mér!!!
Herra "þú hefur ekkert um þetta að segja kelling", sem er sennilega verkstjóri hjá Hyrnu, sagði að ég gæti bara talað við skipulagsdeild Akureyrarbæjar ef ég væri eitthvað ósátt við þetta. En þar væri opið milli 10-12 á dagin. En þeir ætluðu að vera búnir að grafa upp runnana annað kvöld!
Ég sagði að mér þætti nú allt í lagi að tilkynna svonalagað íbúum hússins með smá fyrirvara,svo maður gæti nú allaveganna atugað hvort þetta væri löglegt yfir höfuð.
En hann sagði að það væri ekki sitt verk, bæjarapparratið hefði átt að gera það ef það þyrfti yfir höfuð.
Urrrrrr ég hefði getað argaðá þessa #####.
Svo er náttúrulega búið að grafa og grafa og moldarhaugarnir eru að verða hærri en húsið og mér líður eins og ég búi í kartöflugarði!
Svo nú verð ég að muna að hringja í fyrramálið og skammast ég einhverjum Leif hjá skipulagsdeild. Hann Finnur fulli kall, sem býr enn fyrir ofan mig, er búin að selja og sagðist hafa haft samband við kaupendur, en þeim var sko alveg sama..En bæ the vei....maðurinn sem keypti er að fara að vinna hjá Hyrnu sem er umrætt verktakafyrirtæki!
Svo virðist enginn vita hver á íbúðina á efstu hæðinni! Er það hægt?
Ég hélt að það þyrfti að vera skráður eigandi að íbúðum! Ekki gæti ég skilið bílinn minn eftir á víðavangi og þóst svo bara ekkert kannast við gripinn ef ég væri beðin um að fjarlægja hann!
Er þá bara hægt að labba út úr eigin íbúð og svo kannast bara ekki neinn við neitt!!!
Jæja, búin að fá smá útrás....og ég sem var búin að hugsa mér að tileinka bloggið mitt í dag fyrsta vinnudeginum eftir sumarfrí og tala illa um "ótrúlega asnalegu eldhúskellinguna utan úr geimnum" að öðru nafni "yfirgribba eldhússins" en hún slapp vel vegna framkvæmda við útidyrahurðina hjá mér!
Verður kanski ekki svona heppin næst!!!!
LOST að byrja bráðum...lifið heil!
Till next...adios
Monday, August 08, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Já, það er að ganga einhver verktakaveiki. Þeir sem eru að byggja áfasta húsið við okkar virðast búnir að gera það að sínu takmarki í lífinu að loka aðkeyrslunni að húsinu, allavega þannig að flutningabílar komist ekki. Einhvern daginn á ég eftir að taka hormónakast á þá, og ekki einu sinni skammast mín.
Post a Comment