Sunday, February 10, 2008

Hvísl

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir :)

Vaknaði eldsnemma, óþunn, afskaplega þakklát því að hafa ekki látið undan djammeðli mínu kvöldið áður. Dreif mig fram í Freyvang og hvíslaði eina æfingu. Hef það á tilfinninguni að þetta verði afskaplega skemmtilegt leikrit...þarna verða á sviði sterkustu meðlimir leikfélagsins, þótt þeir þættust allir vera orðnir bæði getulausir og heyrnarlausir...veit ekki hvort það tengdist því að ég var að hvísla....hummm maður spyr sig ;)
Svo kíkti ég í sveitina með strákana, alveg í fyrsta skipti síðan um áramótin að ég held, höfum ekkert komist vegna veðurs, færðar, veikinda eða anna og leti! Sverrir bóndi var svolítið "þreyttur" eftir þorrabótið í gærkveldi, en sennilega ekki verið sá eini í sveitinni sem var þreyttur ;)
Svo kíkti ég til Friðbjargar um kvöldið og þar var sko plönuð alveg gríðarleg auglýsingasöfnun fyrir leikskrá leikfélagsins....og auðvitað var ekki hægt að plana svona ábyrgðarfullan hlut nema að vera fullur ábyrgðar og dreypa örlítið á rauðvínstári ;) Svo ef þið viljið koma auglýsingu á framfæri, þá endilega hafið samband ;)
Jæja, gríðarlega buzy vika framundan, ég algerlega ólesin...heldi ég haski mér í rúmið.

Till next...adios

No comments: