...hefur reyndar ekki verið mér ofarlega í huga í dag...en óhætt er að segja að leikfélagið hefur verið það! Er búin að sitja og reyna að selja auglýsingar í leikskrá og koma saman efni í sama rit. Þetta er alveg óskaplega seinlegt verk og yndislega leiðinlegt. En sem betur fer eru örlítið fleiri en ég úti að safna auglýsingum ;) En það eru ennþá laus pláss í leikskrá ef einhver vill auglýsa!!!
Fyrir nákvæmlega viku síðan, þá var hringt í mig frá KB-banka, þar var kona á ferð sem vildi endilega að KB-banki fengi að gera "tilboð í mig". Ekki kanski svona til að eiga mig alveg...en svona sjá um mín peningamál. Hún var næstum viss um að þeir gætu gert mér gott tilboð. Hún reyndar sagði að hún þyrfti að fá örlitlar upplýsingar hjá mér, en svo myndi ráðgjafi hafa samband við mig, mér að kostnaðarlausu, mjög fljótlega og gera mér tilboðið ljóst. Upplýsingarnar sem konan vildi voru eftirfarandi:
Kona: Ertu með fastar launatekjur?
Ég: Nei, ég er á námslánum.
Kona: Ertu þá ekkert að vinna með skólanum?
Ég: Nei.
Kona: Ertu með einhver lán, húsnæðislán, yfirdráttarlán eða önnur?
Ég: Nei. (rosa fanst mér nú gaman að geta sagt það)
Kona: Áttu eigin íbúð?
Ég: Nei.
Kona: Ertu með húseigendatryggingu?
Ég: Nei, ég á ekkert húsnæði (eins og ég var rétt búin að segja).
Kona: Áttu innistæðu á bók eða verðbréf?
Ég: Nei.
Svo varð konan frekar vandræðaleg, og ég spurði hvort ég væri kanski ekkert vænlegur kúnni, ætti ekkert en skuldaði heldur ekkert (nema námslánin sem af er). Jú jú, hún hélt nú það, ég væri eflaust fínn kúnni og það yrði haft samband við mig á allra næstu dögum. Síðan hefur ekkert heyrst! Svo ég verð þá að draga þá ályktun að ég sé ekkert sérstaklega spennandi kúnni fyrir svona banka. Enda er það bara allt í lagi...langar alls ekkert í KB-bankann. Fyrst þeir gátu ekki leyft mér að eiga reikningsnúmerið á bók sem pabbi stofnaði fyrir mig þegar ég var lítil (bókin var alltaf á hans kennitölu en mínu nafni...eitthvað sem var aldrei spáð í) þá geta þessir dúddar bara etið það sem úti frýs...þótt það sé þiðið núna ;)
Engin blóm komin ennþá....hummm.....en bæ ðei vei...Valentínusardagurinn kemur víst frá Ásum en ekki USA-um. Þeir hafa bara veri skolli rómantískir ásarnir...tíhí, sennilega verið mest hjarta-Ásar ;)
Till next...adios
Thursday, February 14, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment