Verð að segja að ég er bara alveg afskaplega fegin því að það er komin helgi! Þótt mér ói stundum hversu vikurnar eru fljótar að líða. Ég reif mig upp eldsnemma í morgun og þar sem Mikael var hóstandi og sjúgandi upp í nefið í alla nótt og Kristján ennþá slappur þá ákvað ég bara að leyfa þeim að vera heima. En sjálf arkaði ég af stað í skólann, í blindbyl og fimbulkulda. Þurfti að skila af mér einu verkefni og svo vera með ritstjórnarfund, þar voru blaðamennirnir teknir á teppið. Einhverja held ég samt að okkur Ellu, meðritstjóra mínum, hafi tekist að móðga. Það voru a.m.k nokkur reiðileg andlit í stofunni þegar við vorum að gagnrýna fréttirnar. En það er bara svona þegar fólk vandar sig ekki! hehe...
Ég er a.m.k mjög þreytt eftir vikuna, búið að vera fullt að gera og er alvarlega að spá í að liggja í all svakalegri leti þessa helgina. Jafnvel bara gera ekki neitt....panta pizzu og hvítlauksbrauð í kvöld, panta pizzu og franskar á morgun og panta pizzu og brauðstangir á sunnudaginn! Skemmtilegur og fjölbreyttur matseðill, sem er litaður af því að ég fékk: námslán, útborgað frá FSA, barnabætur og að ógleymdu hinu ómissandi meðlagi í dag! Svo nú á ég fullt af peningum sem ég veit ekkert hvað ég að gera við ;)
Jæja, ætla að koma Mikael í afmæli og leggja mig svo á meðan að hann er þar ;) gott plan. Svo verður það pizza nr.1
Till next...adios
Friday, February 01, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment