Ég var að eignast lítin frænda í morgun :) prinsinn kom í heiminn kl.07:24 í morgun og var 13 merkur og 48,5 cm. Og öllum heilsast vel :) Til hamingju Árni og Sigga Lára :)
Af allt öðru, gamlar fréttir að allt er á kafi í snjó. Nýjar fréttir að ég er að safna kjarki til að moka upp bílinn og athuga hvort hann fer í gang.
Annars var dagurinn í gær leti dagur mikill, það var samt gerð tilraun til að fá mig á tvenna tónleika/viðburði í gærkveldi, en þar sem heilsufarið hanns Kristjáns breyttist á 5 min. fresti þá endaði nú kvöldið bara með hausverku upp í sófa hálf sofandi yfir "TMNT" ! Glæææææsi legt ;/
En ég lifi í voninni um batnandi heilsufar, svo ég komist aðeins út úr húsi og geti hresst upp á andlegu hliðina :)
Jæja, strákarnir eru búnir að skipta tölvunum "bróðurlega" á milli sín, svo þá er komin tími á að ég hendi mér í eitthvað hlýlegt og moki eða eins og segir í laginu: "mokum, mokum, mokum, mokum, mokum meiri snjó, mokum, mokum, mokum, mokum, mokum meiri snjó, tralllala....;)
Já og af leikfélagsmálum er fínt að frétta, rífandi gangur í æfingum í Freyvangi, ég fór í fýlu þegar ég fékk ekki að leika Jörund og ákvað að vera bara ekkert með :) nema kanski stússast í leikskrá og svoleiðis....þar get ég líka misnotað aðstöðu mína og komið nafni mínu að á hverri blaðsíðu ;)
Gon skófling ;)
Till next...adios
Sunday, February 03, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þetta er náttúrulega ómögulegt, þú hefðir verið svo flottur Jörundur! En þú kemst örugglega á flug í leikskránni;-)
Kv. Eygló
Post a Comment