Held að ég sé nokkurn vegin að gera út af við sjálfa mig um þessar mundir (aðallega í dag þó). Ég var orðin svo ringluð í kollinum að mér tókst að senda tvisvar sinnum tölvupóst með viðhengi, án viðhengisins! Og í bæði skiptin skipti það náttúrulega öllu að hafa viðhengið...Held að það sé búið að hringja í mig svona þrjúhundruð sinnum í dag og ég sjálf hringt ein sexhundruð símtöl. Og er ekki einu sinni að ýkja verulega mikið núna ;)
En þetta fer nú allt saman að hafast, þegar þetta blessaða leikrit verður komið í sýningu þá verður maður víst "bara" að dúlla sér í miðasölunni ;)
Annars er skólinn algerlega að sitja á hakanum þessa dagana og er það ekki gott :( svo allar örlitlar glufur sem myndast í mitt þéttskipaða prógramm næstu dagana fer í lestur skólabóka....hummm, svindlaði aðeins núna með þessum blogg skrifum, en það er bara svo langt síðan að ég skrifaði síðast að ég get ekki látið fólk engjast í eftivæntingu eftir nýju bloggi ;) tíhí...
En það eru víst örfáir miðar lausir á frumsýningu, svo endilega drífa sig í að panta :)
Jæja, ætla að reyna að drífa í að þrífa mig og lesa svo um "skrambans lygar og tölfræði" :)
Lifið heil!
Till next...adios
Monday, February 18, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment