Já, nú á að taka á því í átinu, er að reyna að troða í mig bolluafgöngum gærdagsins (rop) svo sýður saltkjötið í pottinum, og baunirnar fara að sjóða bráðum :) Nammi nammi namm :)
Annars er þetta búinn að vera annasamur dagur, eins og oft (kanski þess vegna sem að vikurnar fljúga framhjá...;)) Kristján er ennþá lasinn, en ég held að þetta sé nú allt á réttri leið hjá honum, núna er hann "bara" fullur af kvefi, hósta og með svaðalega hálsbólgu. Er annars pínu hrædd um að honum hafi tekist að smita mig af einhverju, því ég er að fyllast af kvefi og hálf asnaleg...ok, asnalegri ;)
Eins og mín var von og vísan, þá gleymdi ég náttúrulega að kaupa saltkjötið og baunirnar þegar ég arkaði í búðina í gær, svo ég skrapp í Nettó í dag! Já og meðan ég man: ég er aftur komin á bíl :) þurfti reyndar að moka hann aftur upp í dag, því þegar planið var mokað var skilinn eftir vænn haugur af snjó fyrir aftan bílinn minn :( (reyndar virkar ekki miðstöðin frekar en fyrri daginn, svo það er bæði kalt inn í bílnum og ég sé ekkert út um framrúðuna, en það er aukaatriði, bara að ég geti keyrt kaggann :)
Mér finnst annars Nettó yfirleitt ágætis búð, en stundum er hún full mikið að spara fyrir mann...eða með öðrum orðum; selja manni eitthvað drasl á slikk! Það gera þeir t.d með saltkjötið, það var bara hægt að kaupa "spar saltkjöt" sem mér fannst aðallega vera hálskyrtlar, fita og bein. Og mig sem langaði bara í 2-3 góða bita. Svo það endaði með þvi að ég varð að kaupa 2 poka af sparkjötinu til að eiga kanski nóg kjöt handa mér og Kristjáni, (Mikael er nefnilega í afmæli og fékk líka saltkjöt í skólanum). Svo þetta fer að verða spurning um sparnað....en ég nennti bara ekki í fleiri búðir.
Svo þyrfti ég helst bæði á fatakynningu og fund í kvöld en hef varla orku í annað! Það er spurning hversu hress ég verð eftir saltkjöts átið...hvort ég fer eða verð heima í kvöld :)
Verð að láta það koma fram, afþví að ég var eitthvað að bölsótast út í snjómoksturinn í gær, að ég dáist að þolinmæði mokstursmannanna :) Að þurfa að moka göturnar í allri umferðinni og bíla hér, þar og allstaðar...þeir fá hrós dagsins :)
Hef ekki orku í meiri skrif í bili...
Till next...adios
Tuesday, February 05, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment