Sunday, May 04, 2008

Afmæli í sveitinni

Í dag, 4.maí, á litli bróðir afmæli, hann Sverrir og óska ég honum innilega til hamingju með það :) Í tilefni dagsins þá skelli ég hér inn mynd af Sverrir með nokkrum vinum sínum:
Hér er hann í góðra kinda hópi :) Ég ætla að drífa mig í sveitina eftir síðasta prófið á morgun, svona aðallega til að athuga hvort ég finni ekki tertuafganga ;)
Var annars pínulítið dugleg áðan (ekki að tala um lærdóm) ég fór nefnilega aðeins út að skokka, skokkaði í 20 min og var að niðurlotum komin...Fór að spá í hvernig stæði á því að mér finnst ég vera í verra formi núna en þegar ég byrjaði að skokka í fyrra sumar. Fattaði svo allt í einu, að þegar ég byrjaði þá, þá var ég náttúrulega búin að vera að vinna í rúm 15 ár í eldhúsi FSA og alltaf á þönum! (er ekki einu sinni að ýkja núna)...Þess vegna var ekkert tiltökumál að skokka út í Kjarnaskóg og aftur til baka í fyrsta skokki, núna er ég náttúrulega búin að SITJA á skólabekk síðan í haust og lítið hreyfst á mér rassinn við það. Svo sennilega verð ég lengur að koma mér í form núna en sl. sumar...spurning um að reyna að missa þetta ekki niður...en hvað get ég sagt...ég er bara löt!
Jæja, ætla að reyna að lesa eitthvað í Critical Thinking fyrir prófið í fyrramálið... og ef einhver heyrir mikil gleðiöskur um hádegisbilið á morgun (já það gæti heyrst suður og austur líka...og til annara landa jafnvel) þá er það ég að fagna próflokum :)
Til hamingju með afmælið Sverrir :)

Till next...adios

4 comments:

Anonymous said...

l hamingju með bróann þinn :) og ég hugsa að ég heyri ekki öskrin í þér hingað..

Sigga Lára said...

Til hamingju með Sverri. Og til Sverris. (Reikna varla með því að hann gái mikið í tölvu þessa dagana. Hann er nú ekki rétti maðurinn til að eiga afmæli í miðjum sauðburði.) Læt Árna hringja í hann á eftir.

Adda said...

Jaaaaá... Núna skil ég af hverju þessi öskur sem ég heyrði áðan stöfuðu. Sem sagt bara þú að klára síðasta prófið ;) Mikið öfunda ég þig, sit hérna inni í 25 stiga hita og sól og dunda mér við að læra milli þess sem ég hendi geitungunum út.

En til hamingju með að vera búin í prófum og afmæliskveðja til Sverris ;)

Anonymous said...

Hann er svoldið kindarlegur hann brói þinn á myndinni:) skilaðu afmæliskveðju til hans frá mér, já það er mikill léttir að klára prófin ég heyrði öskrið hingað í hafnarfjörð í gær,,meira hvað þú hefur alltaf hátt Eló:=)