Fyrst létu þær á engu bera, en svo byrjuðu þær að bera :)
Eftir bongó blíðu í gær var frekar kalt og rigningarsuddi í dag og þá ákváðu einmitt ærnar að skjóta úr sér lömbum sem aldrei fyrr. Öll plön okkar Sverris um að marka og færa til fé varð marklaust og dagurinn fór bara í að flytja þær nýbornu í spil. Þar sem var nóg pláss í gær var orðið fullt af tvílembum í dag. Gaman að því, mætti samt hlýna aftur í hvelli takk :)
Annars er tíðindalítið úr fjárhúsunum...og af mér...tók annars á móti "fyrsta lambinu mínu" í dag, það kom bara haus en fæturnir voru eitthvað beiglaðir undir því, svo ég þurfti að ýta hausnum aftur inn (hann var nú sem betur fer ekki kominn allur út) og finna lappir og tosa svo út aftur.
Fór að spá hvað við mannfólkið, (þótt ósjálfbjarga séum fyrstu 20 árin) erum heppin að fæðast með hausinn fyrst...það yrði örugglega alveg agalega vont ef það þyrfti að ýta hausnum á barni inn aftur og leita af höndunum....hummmm...bara smá pæling ;) hehe...
Læt þessu bulli mínu lokið í bili, ætla að leggjast í leti-sófann minn :)
Ekki bólar á fleiri einkunnum...
Till next...adios
Thursday, May 08, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Já áts það yrði vont!!! Annars er þetta svo yndislegur tími lömbin eru svo sæt og fín;) Hlakka ekkert smá til að fara að skoða fallegu fínu lömbin í sveitinni;)
Post a Comment