Þetta er alveg að hafast. Var í siðfræðiprófinu áðan, það er reyndar ekki ennþá búið en ég hafði bara ekkert meira að skrifa og fór heim eftir rúman klukkutíma. Annars gekk mér bara ágætlega eða var heppin með prófspurningar ;) Þetta er náttúrulega alltaf spurningin um hvort maður er spurður að því sem maður veit ;) Annars hef ég í hyggju að halda upp á að þetta próf sé búið með því að nördast yfir "Leiðarljósi", elda svínasteik og byrja svo á að læra undir síðasta prófið. Kristján ætlar í bíó með vinum sínum í kvöld, að sjá Iron Man, svo við Mikael verðum bara að slappa af og læra. Annars langar mig óskaplega að sjá Iron Man,... Kristján vill samt ekki að ég fari með þeim félögunum í bíó ;) hehe...en Iron Man var nefnilega uppáhalds-hasarmyndapersónan mín í gamla daga :)
Annars er þetta líka spurning um að halda bernskuminningunum um Iron Man ómenguðum eða svipta honum inn í nútímann með þeim afleiðingum sem því kann að fylgja...set málið í nefnd :)
Till next...adios
Friday, May 02, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hva... Vill hann í alvörunni ekki að þú farir með þeim vinunum í bíó :) Vá sem minnir mig á það að hann fer í 10 bekk í haust. ELÓ!!! Þetta þýðir það að ég eldist líka.... Ég er að verða tvítug. Úff, jæja ég er farin að elda kjötbollur handa börnunum. Reyna að leiða hugann frá þeirri staðreynd að ég sé að verða gömul ;)
Post a Comment