Já, hann Þórður bró á afmæli í dag...veit ekki alveg hvort hann vill láta aldur síns getið, en það eru tvö ár síðan hann varð fertugur ;) Til hamingju með afmælið :) Ég velti því reyndar fyrir mér í gær, að ef hann hefði fæðst einum degi fyrr þá hefði hann eflaust orðið frægur söngvari, a.m.k. voru bæði Elvis Presley og David Bowie fæddir í gær...eða þar að segja 8.jan. Já, einn dagur getur skipt sköpum ;)
Nú byrjar skólinn á morgun, eldsnemma kl.8:10 gott að ég er í æfingu að vakna snemma ;) Svo þarf ég að fara í bæinn og kaupa bækur. Nennti því ekki í dag, varla tekið hart á því svona fyrsta daginn...veit meira að segja af einni sem keypti sér engar bækur á síðustu önn, hún fékk þær bara á bókasafninu! Enda í sálfræði....;) þar sem skrítna fólkið á heima ;) hehehe...bara grín!
Stundum er ég voða voða lengi að hugsa og taka ákvarðanir, aðallega þó í sambandi við einhver smámál. Núna er ég t.d búin að taka þá ákvörðun að drífa mig í líkamsrækt,(er búin að hugsa um það síðan í haust sko) nota stutta daga í skólanum til þess að henda mér í ræktina og vera búin að því áður en að strákarnir koma heim úr skólanum! Gott plan ha. En núna get ég ómögulega ákveðið mig hvert er nú best að fara í ræktina! Það eru heilar 3 líkamsræktarstöðvar sem koma til greina. Ein er stutt frá og hefur mjög góð tæki, en er víst frekar lítil og illa loftræst. Önnur er ekkert mjög langt frá og er ný og flott og dýr, með heitan pott á þakinu. Þriðja er líka nýleg, flott með heita potta, góðan anda og félagsstarf, en er lengst út í þorpi. Svo nú er ég bara að hugsa og hugsa, og alveg spurning hvort ég verð búin að taka ákvörðun þegar vorar...
Till next...adios
Wednesday, January 09, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment