Og það er bara akkúrat það sem hlýtur að hafa gerst! Hér geysa válynd veður, snjór og rok og vindur og ofankoma, nema hvorutveggja sé ;) Gamli bíllinn minn var næstum á kafi í snjó í morgun, og þar sem að ég sá fram á að þurfa að keyra yfir snjó, þá ákvað ég bara að láta bílinn hreyfingarlausan undir snjónum í dag. Bíllinn minn er nefnilega þeirri ónáttúru gæddur að ef ég keyri yfir einhvern snjó, þá kem ég honum ekki í bakkgír...meikar ekki mikið sens, en svona er þetta nú bara, ég er ekkert klikkuð! Svo virkar miðstöðin ekki heldur, svo það er bara hlýrra að labba sér til hita í bylnum heldur en að sitja í frosnum bíl.
Ég fylgdi Mikael í skólann í morgun (Kristján lasinn heima, með magapest) og svo "skokkaði" ég í skólann. Eftir skóla fór ég svo arkandi til meðritstjóra míns og við lágum yfir þessum blessuðu fréttum og pistlum í allan dag. En svo var hún svo góð að keyra mig til að ná í Mikael og aftur heim :) Það verður sennilega strembnara í fyrramálið, sérstaklega ef Kristján verður ennþá lasinn, því þá þarf ég fyrst að fylgja Mikael og svo hlaupa upp í Sólborg og vera mætt þar kl.08:10 ! Jæja, ég bara vona það besta :)
Það hlaut náttúrulega að koma að því að það kæmi vetur. Hefði auðvitað verið skemmtilegra að eiga bíl sem virkar í snjó, en svona er þetta bara....ég spara þá bensín á meðan :)
Jæja, hélt ég hefði helling meira að segja núna, en svo er víst ekki.
Till next...adios
Thursday, January 31, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment