Thursday, January 17, 2008

Draumfarir

Ég segi nú ekki farir mínar sléttar af síðustu draumförun mínum. Ef einhver er flink/ur í draumaráðningum þá óskast ráðning takk, en draumurinn var svona:
Mig dreymdi að ég var stödd í sveitinni og horfi út um eldhúsgluggann (sem snýr í norður) og horfi upp að fjárhúsum og upp í fjall. En þar er alveg gríðarlega mikill snjór, snjórinn er í stórum hengjum og snjóðflóð renna niður annað slagið. Ég segi: "ég hef nú mestar áhyggjur af gangnamönnunum". Allt í einu stendur þá hann Oddur Bjarni við hlið mér og er að fylgjast með þessum snjó-hamförum. "skyldi hafa verið flogið" sagði ég þá, þá segir Oddur Bjarni: "nei, örugglega ekki og þess vegna hef ég ekkert komist hingað" og svo hlær hann ógurlega og segir "voðalega ertu trúgjörn". Þá segi ég:"já, ég er trúgjörn, og það er ljótt að plata mig svona". Allt í einu kemur mikill hrosshópur hlaupandi niður fjallið, á harðastökki og sumir renna og detta í snjónum. Ég velti því fyrir mér hvort þetta séu okkar hross, og tel að svo sé. Eitt hrossið kemur alveg upp að eldhúsglugganum og ég opna hann og klappa því og segi: "já það var nú gott hjá þér að koma bara hingað". Svo gengur hesturinn aðeins frá, til annars hests og ég horfi á þá og hugsa að þeir séu nú örugglega kærustupar. Þá segir Oddur Bjarni allt í einu: " rosalega hefur snjórinn dökknað allt í einu". Ég lít aftur upp í fjall og sé þá að svona svartur blær er yfir snjónum á sumum stöðum, svona eins og sandi hafi verið dreift yfir. Þetta er skrýtið hugsa ég og lít af glugganum og inn í eldhús, lít svo aftur upp og út um gluggann. Þá er allt í einu orðið snjólaust, lekur af þakinu og allt blautt (samt ekkert í líkingu við það að allur snjórinn hefði bráðnað, meira svona eins og það væri að stytta upp eftir góðan skúr), ég hugsa: þetta eru gróðurhúsaáhrifin, en í sama mund sé ég út fjörðinn að þar er að mydast svona eldhnöttur og svona eins og risastórt sólarlag komi æðandi að. Ég geng þá inn í stofu, þar eru þá báðir strákarnir mínir og ég sé líka þessa ógnarbyrtu úr suðri. Ég segi: "aldrei hélt ég nú að þetta myndi gerast á meðan að ég lifði", svo tek ég utanum strákana mína (og er alveg ótrúlega róleg yfir þessu öllu) segi: "ég elska ykkur mest af öllu í heiminum" og svo verður allt svart. Svona ekki ólíkt því þegar slökkt er á sjónvarpi, hvítur punktur í miðjunni. Þarna vakna ég...sem betur fer ;) lít á klukkuna og þá er hún akkúrat 03:30.
Ég verð nú að segja að ég var smá tíma að sofna aftur eftir þennan "heimsenda" draum, fannst líka ógurlega skrítið hvernig hann Oddur Bjarni gat laumað sér þarna inn....hummm!

Af allt öðru og léttara hjali ;) þegar stíflulosarinn flinki var farinn héðan um daginn, þá hefur hann geinilega flýtt sér að búa til reikning, því að reikningurinn var kominn inn í einkabankann minn strax um kvöldið og svo kom bréfreikningurinn í dag...og verð ég að segja að reikningurinn er mjög fyndinn (ekki það að ég sjái neitt eftir þessum aurum, finnst mun skemmtilegra að geta sett í þvottavél og verið þokkalega þurr í fæturnar)
Reikningurinn er svona:
Dagvinna 2.....1,00 klst. 2.294 kr.
Snigill...............1,00.........2.060 kr.
Akstur ZT-765..1,00......1.333 kr.
Trygging.............1,00.........142 kr.
Samtals fyrir Vsk............5.829 kr.
Vsk. 24,5%.......................1.429 kr.
Til greiðslu........................7.258 kr.

Þetta er nú allt gott og blessað, en það sem mér fanst fyndnast við þennan reikning er þrennt, í fyrsta lagi: Snigill! Sem ég reikna með að sé hávaðasama tækið sem hann notaði til að losa stýfluna...og hann tók með sér aftur þegar hann fór, hef a.m.k ekki stigið á snigil í þvottahúsinu ennþá ;) svo notaði hann mitt rafmagn. Svo er það aksturinn....hummm, rúmur þrettánhundruðkall! Það hefði verið ódýrara að taka TAXA! Ég veit að bensínið er orðið dýrt, en common, mér findist nú nær að hækka aðeins tímakaupið hjá manninum, heldur en að okra á akstri. Svo er það þriðja og kanski fyndnasta...trygging 142 kr...hummm, fyrir hvað er þessi trygging? Ef hann dettur á hausinn í bleytunni? Ef að ég er eitthvað leiðinleg við hann? Ef ef ef...humm, svo er þetta svo hlægileg upphæð að ég hefði þá bara hækkað frekar tímakaupið hjá manninum. Hann hlýtur að vera tryggður hvort sem er í vinnunni ;) sem ég held að vinnuveitandi eigi að bera kostnað af...en ekki ég.
Jæja, þetta eru nú bara svona vangaveltur...svo er gjalddagi reikningssins sami dagur og verkið er unnið...svo það er eins gott að borga bara í hvelli og brosa út að eyrum :)

Till next...adios

2 comments:

Hanna Stef said...

Sæl. Fór í draumaráðningabókina í vinnunni (já erum með hana og eina spábók líka!!)og þar stendur ef maður horfir á snjó bráðna í draumi eigi menn á hættu að tapa peningum sem þeir hafa stritað fyrir!! Hlaupandi hestar vita á velgengni og að sjá marga hesta merkir auðlegð. Svo segir að dreymi barn(ertu ekki barn enn?)náttúruhamfarir,bíði þess frægð og frami í framtíðinni. En það verður þó að hafa fyrir hlutunum. Oddur er ekkert sérstaklega gott en Bjarni boðar góða heilsu. Læt ég þar með lokið draumráðningum mínum. Þú veist hvert þú getur leitað með draumana núna;-) Kv.

Elísabet Katrín said...

Takk kærlega fyrir þessa ráðningu :) Ég var farin að halda að mig hefði bara dreymt fyrir tapleik Íslendinga gegn Svíjum ;) hehe...en frægð, frami og auðlegð...það er sko alveg ásættanleg ráðning :)