Jæja, ég fékk þessa fínu ráðningu á draumnum mínum úr síðasta bloggi. Hanna var svo góð að ráða hann fyrir mig og í stuttu máli, merkir hann í frægð, frama og auðlegð. Eitthvað var reyndar líka um snöggt tap á peningum sem maður hafði stritað fyrir og það rættist einmitt í dag, þegar ég fór og keypti skíðaskó, skíðastafi og vettlinga handa mér og skíðaskó handa Mikael. Og borgaði fyrir með peningunum sem ég stritaði fyrir á FSA fyrir jólin ;) hehe... Annars var ég farin að halda að draumurinn hefði verið fyrirboði um stórtap Íslendinag gegn Svíjum, en leikurinn var einmitt daginn eftir drauminn. En Íslendingar fengu aðeins uppreisn æru í dag, þegar þeir unnu Slóvena með 6 marka mun...en áttu samt ekkert spes leik í laaaangan tíma eftir að seinni hálfleikur hófst. Sem var kanski bara ágætt, því það fór pínu í taugarnar á mér lýsingarnar hjá blessuðum fréttamönnunum í fyrrihálfleik þegar "okkur" gekk vel. "Þeim hlýtur að líða eins og trukkur hafi ekið yfir þá", "við erum gjörsamlega að rústa þeim" og þar fram eftir götunum!
Jæja, tölvan að verða straumlaus og ég á leiði í háttinn, ætla að setja Mikael í skíðaskólann í fyrramálið og fara svo á heimspeki-kaffihús :)
Till next...adios
Saturday, January 19, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment