"A king for a day" heitir einhver mynd eða eitthvað, minnir mig...ég var aftur á móti "rík um stund" eða ca. 5 min. Kanksi þó lengur, en vissi a.m.k ekki af því. Ég var nefnilega að fá námslánin mín í dag...loksins! Og snillingarnir í bankanum (eða hjá LÍN) lögðu alla upphæðina bara inn á tékkareikninginn minn, en ekki "Námulánsreikninginn". Svo ég átti allt í einu fullt af pening inn á reikningnum mínum og horfði á upphæðina dágóða stund og dæsti af vellíðan...dreymdi dagdrauma og ákvað að verða rík einhverntíman í framtíðinni (þá er ég að tala um peningalega rík tík, er rík af öllu öðru). Svo tók ég nú upp símann, hringdi í bankann og lét þá nú leiðrétta þetta...konan skyldi ekkert í þessu og þakkaði mér fyrir að "benda þeim á þetta". Það var nú samt gengið frá þessu öllu í bankanum, svo þetta er bara klúður hjá þeim, en hún ætlaði sko að breyta þessu fyrir næstu útborgun í vor ;)
En það góða við þetta (fyrir utan það að þurfa ekki að borga geðveika yfirdráttarvexti í augnablikinu) var að bankinn hafði nú eitthvað nýskast við mig...sennilega ekki haldi að ég fengi svona "há" námslán, svo að ég átti rúmar 20.000kr. í afgang :) Jibbí jei! Er að spá í að bjóða bara strákunum út að borða á Greifann í kvöld :)
Till next...adios
Tuesday, January 15, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þú mátt senda mér einn Greifaborgara
Post a Comment