Búin að vera á leiðinni til að blogga í allan dag, og haft mikið að segja og mikið verið að hugsa... en núna loksins þegar ég kem því í verk, þá man ég bara ekkert hvað ég ætlaði að röfla um!
Er loksins komin með einkunn fyrir rolluritgerðina mína, hún var nú ekki há, en ég náði samt ;) fékk 5,5 isss, er alveg fullviss um að það var bara vegna þess að sá eða sú sem fór yfir ritgerðina hefur ekki haft hundsvit á íslensku sauðkindinni...og eflaust ekki þótt hún nógu "fræðileg". Það verður gaman að fá hana til baka þegar skólinn byrjar ;) Það er nú samt ekki búið að henda inn lokaeinkunn fyrir mann úr þessum áfanga, svo mig vantar ennþá 2 lokaeinkunnir. Hef nú samt sterklega á tilfinningunni að ég fái 6 eða 6,5 í þessum vinnulagsáfanga.
Ég fór með strákana í göngutúr í dag, og lét þá LABBA (ekki hjóla) og það virðist hafa borið einhvern árangur því að Mikael sofnaði kl.21:00 eða yfir "laugardagslögunum" ég lái honum það reyndar ekki...og þegar ég var farin að njóta kyrrðarinnar á heimilinu, dásama það hvað hann sofnaði nú snemma og sest niður við tövluna til að skrifa þetta þá var kallað: "MAMMA"! Og kappinn kominn á fætur og heimtar að fara í tölvuna! Tók það nú reyndar ekki í mál og er á leiðinni til að koma honum í rúmið aftur! Nú er stefnan að reka þá með harðri hendi á fætur kl.9 í fyrramálið! Ég skal koma réttu róli á liðið með góður eða illu!
Það var eitthvað partý á efrihæðinni í gærkveldi, en samt ekkert sem hélt fyrir manni vöku (það er svona þegar maður fer seint að sofa, þá er erfitt að halda fyrir manni vöku) en svo hélt það greinilega áfram um hádegisbilið í dag, þegar SingStar hefur verið dregið fram með tilheyrandi hávaða. Já, ég get bara með góðu móti ekki kallað þetta söng, sem ég heyrði óma hér í gegnum steinsteypuna...söng hæfileikarnir virðast liggja á sama stigi og píanó hæfileikarnir...hehe.
Jæja, verð að koma kappanum aftur í rúmið á meðan að hann er ekki full vaknaður, ef það gerist þá verður ekki farið að sofa fyrr en eftir 2 ;)
Till next...adios
Saturday, January 05, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment