Sunday, January 13, 2008

Einkunnir

Jæja, var víst búin að lofa að setja inn einkunnirnar mínar, og ég verð víst að standa við það! Ég ákvað að setja líka inn meðaleinkunn úr áföngunum, svona til að þið sjáið hvernig ég stend mig miðað við hina (þetta er aðallega gert í þeirri vona að lægstu einkunnirnar líti ekki eins illa út)...hehe: Njótið vel ;)

Hugmyndasaga: 5,5 (meðal eink. 5,7)
Vinnulag í hug-og félagsvísindum: 6,5 (meðal eink. 6,7)
Inngangur að þjóðfélagsfræði: 7 (meðal eink. 7,1)
Iðnbylting og hnattvæðing: 8,5 (meðal eink. 7,1)
Myndfræði og myndnotkun í fjölmiðlum: 9 (meðal eink.8,6)

Svona lítur þetta út sem sé...ég er a.m.k ánægð með að hafa náð öllu í fyrstu atrennu og án þess að gera eins og sumir sem mættu ekki í próf, fengu vottorð og mættu í upptökupróf, svona til þess að hafa rúman mánuð til að lesa meira! Það var sko ekki rassgat að þessu fólki! Veit um a.m.k 4 sem gerðu þetta í hugmyndasögunni...mér finnst þetta næstum jafnast á við svindl. En ég hef góða samvisku yfir því sem ég hef gert í skólanum, mætti kanski vera aðeins duglegri að lesa stundum (oft) en það stendur til bóta :)

Nú hljóta námslánin að fara að detta inn eftir helgi, eins líka gott, því að vextirnir á yfirdrættinum í bankanum (sem eru þó skaplegri en "venjulegir" yfirdráttarvextir) eru komnir upp í 15%! Mér reiknast svo til að bankinn sé búinn að draga um 20.000kr. af lánunum mínum í vexti fram að áramótum....svo bætast náttúrulega við þessir 14 dagar sem liðið hafa af þessu ári...þetta er óforskammað og ég skil hreinlega ekkert í þessum fleirihundruðogfimmtíu námsmönnum sem hafa endalaust látið bjóða sér þetta. Námslánakerfið er eins úrelt og vídeótæki!

Heilsan er að batna, hef nú samt ekki farið út fyrir dyr í dag, og ætla mér ekki að gera það. Stefni bara á að verða full hress fyrir kl.10:55 í fyrramálið og mæta þá í tíma. Það bjargaði mínu heilsufari annars alveg í gær að ég fann einhver rótsterk verkjalyf inn í skáp, eitthvað sem ég hafði fengið þegar endajaxlarnir voru dregnir úr mér fyrir tæpum 2 árum síðan! Töflurnar voru að vísu örlítið útrunnar, en ég tók sjensinn og skellti smá í mig og gat eldað kvöldmat og skammast í strákunum...í kvöld ætla ég hinsvegar að panta einhvern mat utan úr bæ...kanski austurlenskan ;)

Till next...adios

No comments: